Nýr Hyundai i10 sýndur um helgina Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2014 14:51 Snotur lítill bíll, Hyundai i10. Á morgun mun BL kynna nýja kynslóð hins smá fólksbíls Hyundai i10. Hyundai i10 er minnsti framleiðslubíll Hyundai og kostar líka aðeins frá 1.990.000 í grunnútgáfu, og 2.190.000 kr. í Comfort útfærslu. Bíllinn er með 1,0 lítra og 66 hestafla vél sem eyðir aðeins 4,7 lítrum á hundraðið. Með nýjum Hyundai i10 er endanlega rekið smiðshöggið á endurnýjun Hyundai línunnar. Nýr Hyunda i10 kemur nú í nútímlegri útfærslu með meira rými en fyrr. Eins og allir Hyundai bílar er i10 með 5 ára ábyrgð og ótmarkaðan akstur. Staðalbúnaður í Comfort útgáfu er m.a. upphitað leðurstýri og hituð sæti, rafdrifnar rúður framan og aftan, rafknúið léttstýri og ESP stöðugleikastýring. Bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is hefur nú þegar reynt bílinn og akstur hans kom sannarlega á óvart þar sem sú tilfinning að ekið væri smáum bíl var ekki til staðar og eru eiginleikar bílsins mun þroskaðri en vant er með smæstu bíla. Snatt um bæinn má þessum bíl reyndist hin mesta skemmtun og einnig kom rými í bílnum mikið á óvart og reyndist ekkert vandamál að vera með 5 í bílnum. Ennfremur er innrétting bílsins ekki eins hrá og oft vill verða með ódýrustu bíla og er hún að auki lagleg og vel vandað til verks í alla staði. Bíllinn verður sýndur á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16 hjá BL.Laglegt innanrými Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Á morgun mun BL kynna nýja kynslóð hins smá fólksbíls Hyundai i10. Hyundai i10 er minnsti framleiðslubíll Hyundai og kostar líka aðeins frá 1.990.000 í grunnútgáfu, og 2.190.000 kr. í Comfort útfærslu. Bíllinn er með 1,0 lítra og 66 hestafla vél sem eyðir aðeins 4,7 lítrum á hundraðið. Með nýjum Hyundai i10 er endanlega rekið smiðshöggið á endurnýjun Hyundai línunnar. Nýr Hyunda i10 kemur nú í nútímlegri útfærslu með meira rými en fyrr. Eins og allir Hyundai bílar er i10 með 5 ára ábyrgð og ótmarkaðan akstur. Staðalbúnaður í Comfort útgáfu er m.a. upphitað leðurstýri og hituð sæti, rafdrifnar rúður framan og aftan, rafknúið léttstýri og ESP stöðugleikastýring. Bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is hefur nú þegar reynt bílinn og akstur hans kom sannarlega á óvart þar sem sú tilfinning að ekið væri smáum bíl var ekki til staðar og eru eiginleikar bílsins mun þroskaðri en vant er með smæstu bíla. Snatt um bæinn má þessum bíl reyndist hin mesta skemmtun og einnig kom rými í bílnum mikið á óvart og reyndist ekkert vandamál að vera með 5 í bílnum. Ennfremur er innrétting bílsins ekki eins hrá og oft vill verða með ódýrustu bíla og er hún að auki lagleg og vel vandað til verks í alla staði. Bíllinn verður sýndur á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16 hjá BL.Laglegt innanrými
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent