„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli“ Baldvin Þormóðsson skrifar 13. febrúar 2014 12:45 visir/valli Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun og sagði einstakt á lýðveldistíma að rannsókn beinist að ráðuneyti með þessum hætti.„Ég fer fram á það að hæstvirtur innanríkisráðherra gerir hér grein fyrir því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari stöðu sem á sér nánast ekki fordæmi. Í þágu rannsóknarinnar, í þágu siðlegrar stjórnsýslu, í þágu heiðarlegra stjórnmála, í þágu sjálfs síns sem ráðherra, stjórnmálamanns og persónu.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sagðist ítrekað hafa svarað fyrir þetta mál á Alþingi og gagnrýndi það sérstaklega að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hafi fullyrt að um sakamálarannsókn væri að ræða.„Og að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er auðvitað með algjörum eindæmum og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur og málsmeðferð þeirra, heldur orðið rammpólitískt mál sem lýtur að allt öðrum þáttum.“ sagði Hanna Birna. Mörður sagði að ráðherrann væri á flótta undan málinu og benti á að aðrir stjórnmálamenn hefðu vikið úr embætti þegar þeir tengdust málum sem væru í rannsókn.„Nefndur var Illugi Gunnarsson, hæstvirtur menntamálaráðherra, sem vék úr pólitísku starfi á meðan rannsókn beindist að honum. Enn má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem einnig gerði þetta og Björgvin Geir Sigurðsson sem einnig gerði það. Þau urðu öll menn með meiru.“ sagði Mörður.„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Ég hef ekki brotið af mér og það væri algjört ábyrgðarleysi af mér, að þegar að mál eins og þessi sem lúta að hælisleitendum og innflytjendum eru erfið, persónuleg og viðkvæm mál sem reyna á ráðuneytið og starfsfólk þess og hafa gert það á undanförnum mánuðum og munu gera það áfram, að víkja. Þegar að lögmenn hælisleitenda kjósa að óska eftir því að málið verði skoðað frekar. Ef ég hefði eitthvað að fela, háttvirtur þingmaður, eða hefði ég brotið af mér eins og menn leyfa sér að halda fram hér og leyfa sér að halda fram að rannsóknir beinist sérstaklega að ráðherra.“ sagði Hanna Birna. Lekamálið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun og sagði einstakt á lýðveldistíma að rannsókn beinist að ráðuneyti með þessum hætti.„Ég fer fram á það að hæstvirtur innanríkisráðherra gerir hér grein fyrir því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari stöðu sem á sér nánast ekki fordæmi. Í þágu rannsóknarinnar, í þágu siðlegrar stjórnsýslu, í þágu heiðarlegra stjórnmála, í þágu sjálfs síns sem ráðherra, stjórnmálamanns og persónu.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sagðist ítrekað hafa svarað fyrir þetta mál á Alþingi og gagnrýndi það sérstaklega að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hafi fullyrt að um sakamálarannsókn væri að ræða.„Og að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er auðvitað með algjörum eindæmum og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur og málsmeðferð þeirra, heldur orðið rammpólitískt mál sem lýtur að allt öðrum þáttum.“ sagði Hanna Birna. Mörður sagði að ráðherrann væri á flótta undan málinu og benti á að aðrir stjórnmálamenn hefðu vikið úr embætti þegar þeir tengdust málum sem væru í rannsókn.„Nefndur var Illugi Gunnarsson, hæstvirtur menntamálaráðherra, sem vék úr pólitísku starfi á meðan rannsókn beindist að honum. Enn má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem einnig gerði þetta og Björgvin Geir Sigurðsson sem einnig gerði það. Þau urðu öll menn með meiru.“ sagði Mörður.„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Ég hef ekki brotið af mér og það væri algjört ábyrgðarleysi af mér, að þegar að mál eins og þessi sem lúta að hælisleitendum og innflytjendum eru erfið, persónuleg og viðkvæm mál sem reyna á ráðuneytið og starfsfólk þess og hafa gert það á undanförnum mánuðum og munu gera það áfram, að víkja. Þegar að lögmenn hælisleitenda kjósa að óska eftir því að málið verði skoðað frekar. Ef ég hefði eitthvað að fela, háttvirtur þingmaður, eða hefði ég brotið af mér eins og menn leyfa sér að halda fram hér og leyfa sér að halda fram að rannsóknir beinist sérstaklega að ráðherra.“ sagði Hanna Birna.
Lekamálið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira