„Maður gerir engum greiða með því að vera að ljúga“ 28. febrúar 2014 13:15 Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Mynd/Stefán Þórunn Antonía Magnúsdóttir er einn af fjórum dómurum í stærstu hæfileikakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi, Ísland Got Talent. Hún segir dómarastarfið skemmtilegt en keppnin sé alls ekkert grín. Hafi fólk búist við því að hún færi mýkri höndum um keppendur en aðrir, sé það misskilningur. „Ég vil engum illt en ég væri að gera viðkomandi bjarnargreiða með því að upphefja einhverja hæfileika sem ekki eru til staðar. Þetta er stór keppni og ég tek dómarastarfið alvarlega. Maður gerir engum greiða með því að vera að ljúga einhverju.“Dáist að keppendumÞórunn Antonía hefur starfað sem tónlistarmaður frá unga aldri bæði hér á landi og erlendis, en Þórunn hafði plötusamning við útgáfurisana BMG og Atlantic Records. Hún er einnig áhorfendum Stöðvar 2 að góðu kunn en auk þess að dæma Ísland Got Talent heldur hún utan um Íslenska listann og var annar stjórnenda þáttanna Týndu kynslóðarinnar. Hún segist bera mikla virðingu fyrir þeim sem taka þátt í svona keppni og henni kom á óvart hversu mikinn fjölda hæfi leikaríks fólks var að finna um allt land. „Það er frábært að sjá allan þennan fjölbreytileika. Það er svo misjafnt hvar styrkur fólks liggur. Ég er til dæmis hræðileg í stærðfræði en mér finnst minnsta mál að standa uppi á sviði og syngja. Svo fæ ég kvíðakast ef ég þarf að fara í bankann eða á pósthúsið,“ segir Þórunn og hlær. „Ég tek ofan fyrir öllum sem koma þarna fram því það er ekkert lítið að standa fyrir framan dómara. Ég dáist að öllu þessu fólki.“„Ég myndi aldrei þræða netið í leit að kommentum um mig,“ segir Þórunn.Mynd/StefánKippir sér ekki upp við gagnrýni„Fólkið sem skráir sig í svona keppni veit auðvitað hvað það er að fara út í. Það verður að geta tekið þeirri gagnrýni sem það fær,“ segir Þórunn, þegar hún er spurð hvort hún verði vör við gagnrýni á störf hennar sem dómara í keppninni. „Auðvitað sitja áhorfendur síðan heima í stofu og dæma okkur dómarana líka en það er bara hluti af þessu. Ég horfi ekki mikið á sjálfa mig í sjónvarpi og gleymi því bara að fólk viti hver ég er. Litli bróðir minn sendi mér einu sinni einhver komment um mig sem honum fannst fyndin, en ég pæli ekkert í þessu. Ég myndi aldrei þræða netið í leit að kommentum um mig. Fyndnast er þegar fólk er búið að mála einhverja mynd af manni í huganum og segir svo: „Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi,“ þegar það hittir mann. Það er bara partur af starfinu.“Hiti í dómurunum „Við höfum mjög ólíkar skoðanir – ekki spurning – og bak við tjöldin verða oft heitar samræður milli okkar. Ekkert okkar var að stíga sín fyrstu skref í gær í því sem við fáumst við og við vitum hvað bíður þeirra sem vinna keppnina. Það hefur alveg komið fyrir að ég hef verið ósammála öllum hinum dómurunum og ég ligg ekkert á því. Þau ekki heldur. Við getum ekki gefið stig eftir fyrirfram ákveðnum stöðlum, eins og í fi mleikakeppni, heldur er þetta okkar huglæga mat. Það þarf líka að meta hvaða atriði geta vaxið áfram. Á keppandinn meira inni, eða var þetta bara tilfallandi heppni? Við vorum jafn stressuð og keppendurnir fyrsta kvöldið og vissum ekkert á hverju við áttum von. Við smellum samt ótrúlega vel saman og förum yfi rleitt sátt að sofa. Ef ekki þá klárum við málin bara þegar við mætum aftur að morgni,“ segir hún sposk. Börnin með meira jafnaðargeð„Auðvitað vill maður aldrei særa neinn og það getur verið stressandi að dæma þar sem tilfi nningar fólks eru með í spilinu. Sérstaklega er maður stressaður þegar um tilfinningar barna er að ræða. Það er mjög vandmeðfarið en við verðum að treysta því að búið sé að undirbúa þau vel. Annars eru það yfi rleitt börnin sem taka því best þegar þau fá nei. Það er eins og þau skilji betur en fullorðnir að í keppni geta ekki allir verið bestir. Þeir eldri fl ækja þetta meira, ásaka okkur í dómefndinni og þar fram eftir götunum,“ segir Þórunn. En myndi hún setjast aftur í dómarasæti í svona tilfinningahlaðinni keppni? „Já, ekki spurning, í þessum félagsskap. Mér finnst líka svo skemmtilegt að vita aldrei á hverju ég á von frá keppendum. Ef það væri augljóst frá byrjun hver er að fara að vinna þessa keppni væri þetta ekkert gaman. Ég get alveg viðurkennt að ég hef ekki hugmynd um hver mun standa uppi sem sigurvegari!" Ísland Got Talent Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fleiri fréttir „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Sjá meira
Þórunn Antonía Magnúsdóttir er einn af fjórum dómurum í stærstu hæfileikakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi, Ísland Got Talent. Hún segir dómarastarfið skemmtilegt en keppnin sé alls ekkert grín. Hafi fólk búist við því að hún færi mýkri höndum um keppendur en aðrir, sé það misskilningur. „Ég vil engum illt en ég væri að gera viðkomandi bjarnargreiða með því að upphefja einhverja hæfileika sem ekki eru til staðar. Þetta er stór keppni og ég tek dómarastarfið alvarlega. Maður gerir engum greiða með því að vera að ljúga einhverju.“Dáist að keppendumÞórunn Antonía hefur starfað sem tónlistarmaður frá unga aldri bæði hér á landi og erlendis, en Þórunn hafði plötusamning við útgáfurisana BMG og Atlantic Records. Hún er einnig áhorfendum Stöðvar 2 að góðu kunn en auk þess að dæma Ísland Got Talent heldur hún utan um Íslenska listann og var annar stjórnenda þáttanna Týndu kynslóðarinnar. Hún segist bera mikla virðingu fyrir þeim sem taka þátt í svona keppni og henni kom á óvart hversu mikinn fjölda hæfi leikaríks fólks var að finna um allt land. „Það er frábært að sjá allan þennan fjölbreytileika. Það er svo misjafnt hvar styrkur fólks liggur. Ég er til dæmis hræðileg í stærðfræði en mér finnst minnsta mál að standa uppi á sviði og syngja. Svo fæ ég kvíðakast ef ég þarf að fara í bankann eða á pósthúsið,“ segir Þórunn og hlær. „Ég tek ofan fyrir öllum sem koma þarna fram því það er ekkert lítið að standa fyrir framan dómara. Ég dáist að öllu þessu fólki.“„Ég myndi aldrei þræða netið í leit að kommentum um mig,“ segir Þórunn.Mynd/StefánKippir sér ekki upp við gagnrýni„Fólkið sem skráir sig í svona keppni veit auðvitað hvað það er að fara út í. Það verður að geta tekið þeirri gagnrýni sem það fær,“ segir Þórunn, þegar hún er spurð hvort hún verði vör við gagnrýni á störf hennar sem dómara í keppninni. „Auðvitað sitja áhorfendur síðan heima í stofu og dæma okkur dómarana líka en það er bara hluti af þessu. Ég horfi ekki mikið á sjálfa mig í sjónvarpi og gleymi því bara að fólk viti hver ég er. Litli bróðir minn sendi mér einu sinni einhver komment um mig sem honum fannst fyndin, en ég pæli ekkert í þessu. Ég myndi aldrei þræða netið í leit að kommentum um mig. Fyndnast er þegar fólk er búið að mála einhverja mynd af manni í huganum og segir svo: „Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi,“ þegar það hittir mann. Það er bara partur af starfinu.“Hiti í dómurunum „Við höfum mjög ólíkar skoðanir – ekki spurning – og bak við tjöldin verða oft heitar samræður milli okkar. Ekkert okkar var að stíga sín fyrstu skref í gær í því sem við fáumst við og við vitum hvað bíður þeirra sem vinna keppnina. Það hefur alveg komið fyrir að ég hef verið ósammála öllum hinum dómurunum og ég ligg ekkert á því. Þau ekki heldur. Við getum ekki gefið stig eftir fyrirfram ákveðnum stöðlum, eins og í fi mleikakeppni, heldur er þetta okkar huglæga mat. Það þarf líka að meta hvaða atriði geta vaxið áfram. Á keppandinn meira inni, eða var þetta bara tilfallandi heppni? Við vorum jafn stressuð og keppendurnir fyrsta kvöldið og vissum ekkert á hverju við áttum von. Við smellum samt ótrúlega vel saman og förum yfi rleitt sátt að sofa. Ef ekki þá klárum við málin bara þegar við mætum aftur að morgni,“ segir hún sposk. Börnin með meira jafnaðargeð„Auðvitað vill maður aldrei særa neinn og það getur verið stressandi að dæma þar sem tilfi nningar fólks eru með í spilinu. Sérstaklega er maður stressaður þegar um tilfinningar barna er að ræða. Það er mjög vandmeðfarið en við verðum að treysta því að búið sé að undirbúa þau vel. Annars eru það yfi rleitt börnin sem taka því best þegar þau fá nei. Það er eins og þau skilji betur en fullorðnir að í keppni geta ekki allir verið bestir. Þeir eldri fl ækja þetta meira, ásaka okkur í dómefndinni og þar fram eftir götunum,“ segir Þórunn. En myndi hún setjast aftur í dómarasæti í svona tilfinningahlaðinni keppni? „Já, ekki spurning, í þessum félagsskap. Mér finnst líka svo skemmtilegt að vita aldrei á hverju ég á von frá keppendum. Ef það væri augljóst frá byrjun hver er að fara að vinna þessa keppni væri þetta ekkert gaman. Ég get alveg viðurkennt að ég hef ekki hugmynd um hver mun standa uppi sem sigurvegari!"
Ísland Got Talent Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fleiri fréttir „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Sjá meira