Verðlaunahafarnir fengu Benz Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2014 09:45 Medvedev spreðar út Benzum. Mikil kæti ríkir í Rússlandi yfir góðu gengi rússneskra íþróttamanna á ólympíuleikunum nýafstöðnu, enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun. Ein af birtingarmyndum þeirrar gleði er væn peningagreiðsla til hvers þeirra sem hlutu verðlaun á leikunum. Gullverðlaunahafar fengu 13,7 milljónir króna, silvurverðlaunahafar fengu 8,7 milljónir og bronsverðlaunahafar 5,9 milljónir. Það fannst þó sumum ekki nóg og því fær hver og einn verðlaunahafi ennig glænýjan Mercedes Benz bíl. Það fer hinsvegar eftir litnum á verðlaunapeningnum hvernig Benz hver og einn fær. Ef hann er gulllitur fær handhafi hans hinn stóra GL-jeppa. Ef hann er úr silfri fær hann ML-jeppa og bronsmedalíueigendur fá GLK-jeppling. Það var forsætisráðherrann Dmitry Medvedev sem veitti verðlaunahöfunum þessa myndarleg gjöf. Skíðaskotfimigöngumaðurinn Anton Shipulin sagðist aðspurður hafa verið nokkuð brugðið við þessa höfðinglegu gjöf og hann væri eiginlega í sjokki. Nokkrir af verðlaunahöfunum eru svo ungir að þeir hafa ekki leyfi til að aka bíl og í þeim tilvikum fylgir einkabílstjóri með bílnum. Bílarnir sem rússneska ríkið gaf verðlaunahöfum sínum voru samtals 45 og kostar því þessi gjörningur skildinginn. Það er þó væntanlega lítið í samanburði við heildarkostnað Rússlands við að halda leikana að þessu sinni. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent
Mikil kæti ríkir í Rússlandi yfir góðu gengi rússneskra íþróttamanna á ólympíuleikunum nýafstöðnu, enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun. Ein af birtingarmyndum þeirrar gleði er væn peningagreiðsla til hvers þeirra sem hlutu verðlaun á leikunum. Gullverðlaunahafar fengu 13,7 milljónir króna, silvurverðlaunahafar fengu 8,7 milljónir og bronsverðlaunahafar 5,9 milljónir. Það fannst þó sumum ekki nóg og því fær hver og einn verðlaunahafi ennig glænýjan Mercedes Benz bíl. Það fer hinsvegar eftir litnum á verðlaunapeningnum hvernig Benz hver og einn fær. Ef hann er gulllitur fær handhafi hans hinn stóra GL-jeppa. Ef hann er úr silfri fær hann ML-jeppa og bronsmedalíueigendur fá GLK-jeppling. Það var forsætisráðherrann Dmitry Medvedev sem veitti verðlaunahöfunum þessa myndarleg gjöf. Skíðaskotfimigöngumaðurinn Anton Shipulin sagðist aðspurður hafa verið nokkuð brugðið við þessa höfðinglegu gjöf og hann væri eiginlega í sjokki. Nokkrir af verðlaunahöfunum eru svo ungir að þeir hafa ekki leyfi til að aka bíl og í þeim tilvikum fylgir einkabílstjóri með bílnum. Bílarnir sem rússneska ríkið gaf verðlaunahöfum sínum voru samtals 45 og kostar því þessi gjörningur skildinginn. Það er þó væntanlega lítið í samanburði við heildarkostnað Rússlands við að halda leikana að þessu sinni.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent