Ekki rétt að Íslendingar geti fengið varanlegar undanþágur Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 23:47 Hreinlegast væri að spyrja á þessu kjörtímabili í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort áhugi væri fyrir inngöngu í Evrópusambandið að mati Ögmunds Jónassonar. Vísir/Anton Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, segir það algjöran misskilning að Íslandi standi til boða undanþágur frá skilyrðum Evrópusambandsins og að því sé afar óheiðarlegt að halda því fram að hægt sé að „kíkja í pakkann.“ „Hvaðan er sú hugmynd komin að það sé ekki hægt að sjá hvað í boði er?“ spyr Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þarna er pakkinn, hann stendur okkur fyrir sjónum. Það er ekki rétt að talsmenn Evrópusambandsins hafi sagt við okkur að íslendingar fengju varanlegar undanþágur,“ segir Ögmundur. Hann segir það hafa verið sína upplifun að ráðamenn annarra þjóða hafi verið steinhissa þegar hann sagði við þá á seinasta kjörtímabili að hann styddi ekki inngöngu í Evrópusambandið auk þess sem meirihluti þjóðarinnar gerði það ekki, á sama tíma og ríkisstjórn Íslands stóð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að ákveðinn tvískinnungur ríki þegar umræða um Evrópumálin séu annars vegar. „Við verðum líka að horfast í augu við það hvort það er gott fyrir Ísland að ganga að viðræðuborði á grundvelli óheilinda sem byggja á því að meirihluti þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB, ríkisstjórnin vill ekki sjá það, og meirihluti Alþingis er þvi andvígur. Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við?“ Segir Ögmundur.Taldi að umsóknarferlið myndi leiða álitamál til lykta „Þessi hnútur sem við trúðum því að við værum að leysa, sem hefur verið fastreirður í þrjá eða fjóra áratugi, með því að ganga til viðræðna við ESB í upphafi síðasta kjörtímabils. Við töldum að þessar viðræður yrðu til lykta leiddar á hálfu öðru ári. Tveimur árum. Þeir svartsýnustu töluðu um þrjú ár. Síðan kom á daginn að reyndin var allt önnur,“ segir Ögmundur. „ESB ætlaði ekkert að semja við okkur eða ganga frá endanlegum efndum á meðan meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir ætluðu ekki að láta lítilsvirða sig með þeim hætti,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur segir að það sé verið að villa um fyrir kjósendum þegar verið sé að halda því fram að kjósa beri um áframhald viðræðna við sambandið. Hreinlegra væri að spyrja einfaldlega um það hvort vilji væri fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið, enda liggi ljóst fyrir hvað felist í aðildinni. ESB-málið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, segir það algjöran misskilning að Íslandi standi til boða undanþágur frá skilyrðum Evrópusambandsins og að því sé afar óheiðarlegt að halda því fram að hægt sé að „kíkja í pakkann.“ „Hvaðan er sú hugmynd komin að það sé ekki hægt að sjá hvað í boði er?“ spyr Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þarna er pakkinn, hann stendur okkur fyrir sjónum. Það er ekki rétt að talsmenn Evrópusambandsins hafi sagt við okkur að íslendingar fengju varanlegar undanþágur,“ segir Ögmundur. Hann segir það hafa verið sína upplifun að ráðamenn annarra þjóða hafi verið steinhissa þegar hann sagði við þá á seinasta kjörtímabili að hann styddi ekki inngöngu í Evrópusambandið auk þess sem meirihluti þjóðarinnar gerði það ekki, á sama tíma og ríkisstjórn Íslands stóð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að ákveðinn tvískinnungur ríki þegar umræða um Evrópumálin séu annars vegar. „Við verðum líka að horfast í augu við það hvort það er gott fyrir Ísland að ganga að viðræðuborði á grundvelli óheilinda sem byggja á því að meirihluti þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB, ríkisstjórnin vill ekki sjá það, og meirihluti Alþingis er þvi andvígur. Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við?“ Segir Ögmundur.Taldi að umsóknarferlið myndi leiða álitamál til lykta „Þessi hnútur sem við trúðum því að við værum að leysa, sem hefur verið fastreirður í þrjá eða fjóra áratugi, með því að ganga til viðræðna við ESB í upphafi síðasta kjörtímabils. Við töldum að þessar viðræður yrðu til lykta leiddar á hálfu öðru ári. Tveimur árum. Þeir svartsýnustu töluðu um þrjú ár. Síðan kom á daginn að reyndin var allt önnur,“ segir Ögmundur. „ESB ætlaði ekkert að semja við okkur eða ganga frá endanlegum efndum á meðan meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir ætluðu ekki að láta lítilsvirða sig með þeim hætti,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur segir að það sé verið að villa um fyrir kjósendum þegar verið sé að halda því fram að kjósa beri um áframhald viðræðna við sambandið. Hreinlegra væri að spyrja einfaldlega um það hvort vilji væri fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið, enda liggi ljóst fyrir hvað felist í aðildinni.
ESB-málið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira