"Eldflaugin“ með fullkominn ramma í úrslitum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2014 23:00 Ronnie O'Sullivan er fimmfaldur heimsmeistari. Englendingurinn Ronnie „The Rocket“ O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Kínverjann Ding Junhui, 9-3, í úrslitaviðureign opna velska meistaramótsins í snóker sem lauk í gærkvöldi. O'Sullivan, sem er af flestum talinn sá hæfileikaríkasti í sögu íþróttarinnar, komst snemma í 3-0 og tók öll völd í úrslitaleiknum þegar hann breytti stöðunni í 7-1. Þá átti Kínverjinn ekki möguleika lengur og vann O'Sullivann 26. stórmótið á ferlinum. O'Sulliven kláraði síðasta rammann með stæl en þar náði hann 147 stigum sem er það mesta sem hægt er að fá. Því ná menn með því að setja svörtu kúluna ofan í eftir hverja einustu rauðu kúlu og negla svo lituðu kúlunum niður í réttri röð. Þetta dreymir flesta snókerspilara um að ná að gera allavega einu sinni á ferlinum en „Eldflaugin“ náði þarna fullkomnum ramma í 12. sinn á ferlinum. Síðustu kúluna setti hann niður með vinstri hendi eftir að nota þá hægri í flestar aðrar aðgerðir í rammanum. Hann er jafnvígur hvort sem er með hægri eða vinstri. „Ég náði fyrstu ellefu með hægri hendi þannig þessi telur sem vinstri handar 147. Ég hefði ekki getað lagt lokaskotið betur upp,“ sagði Ronnie O'Sullivan eftir sigurinn. Hér að neðan má sjá „Eldflaugina“ ná 12. fullkomna rammanum á sínum ótrúlega ferli. Það tekur hann ríflega átta mínútur en gefið ykkur smá tíma. Svona gera bara snillingar. Íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Englendingurinn Ronnie „The Rocket“ O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Kínverjann Ding Junhui, 9-3, í úrslitaviðureign opna velska meistaramótsins í snóker sem lauk í gærkvöldi. O'Sullivan, sem er af flestum talinn sá hæfileikaríkasti í sögu íþróttarinnar, komst snemma í 3-0 og tók öll völd í úrslitaleiknum þegar hann breytti stöðunni í 7-1. Þá átti Kínverjinn ekki möguleika lengur og vann O'Sullivann 26. stórmótið á ferlinum. O'Sulliven kláraði síðasta rammann með stæl en þar náði hann 147 stigum sem er það mesta sem hægt er að fá. Því ná menn með því að setja svörtu kúluna ofan í eftir hverja einustu rauðu kúlu og negla svo lituðu kúlunum niður í réttri röð. Þetta dreymir flesta snókerspilara um að ná að gera allavega einu sinni á ferlinum en „Eldflaugin“ náði þarna fullkomnum ramma í 12. sinn á ferlinum. Síðustu kúluna setti hann niður með vinstri hendi eftir að nota þá hægri í flestar aðrar aðgerðir í rammanum. Hann er jafnvígur hvort sem er með hægri eða vinstri. „Ég náði fyrstu ellefu með hægri hendi þannig þessi telur sem vinstri handar 147. Ég hefði ekki getað lagt lokaskotið betur upp,“ sagði Ronnie O'Sullivan eftir sigurinn. Hér að neðan má sjá „Eldflaugina“ ná 12. fullkomna rammanum á sínum ótrúlega ferli. Það tekur hann ríflega átta mínútur en gefið ykkur smá tíma. Svona gera bara snillingar.
Íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira