Lyfjaeftirlitsmenn eru vonandi búnir að fá góðan liðstyrk í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttaheiminum því rannsóknarfólk í Bandaríkjunum telur sig vera búið að finna upp mun öflugri lyfjapróf. Þetta kemur fram í frétt á BBC.
Nýju lyfjaprófin eru sögð vera tíu þúsund sinni betri en þau gömlu og það sem meira er að þau eru ekki dýr og það er hægt að nota sömu tæki og í dag. Þessi próf auka líka tímarammann sem ólögleg lyf mælast í líkama íþróttamannanna.
Nýju lyfjaprófin hafa verið í þróun í háskólanum í Texas í Arlington en rannsóknarfólkið á enn eftir að fá þau viðurkennd hjá American Chemical Society.
Nýju lyfjaprófin gátu með mun öflugri hætti en áður greint stera, örvandi lyf, alkóhól og þunglyndislyf í sýnunum.
Fréttamenn hafa sýnt þessu rannsóknum mikinn áhuga en ekkert hefur heyrst frá bandarískum eða alþjóðlegum lyfjaeftirlitsstofnunum. Verði rannsóknirnar viðurkenndar er nokkuð öruggt að það breytist fljótt.
Nýju lyfjaprófin þúsund sinni betri en þau gömlu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti


Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti