Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. mars 2014 14:00 Iðunn Valgerður Péturssdóttir og Matthías Baldursson Harksen voru upptekin að reikna þegar fréttastofa hitti á þau fyrir hádegið í dag. VÍSIR/STEFÁN Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. Nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari fréttastofu hittu fyrir í Menntaskólanum í Reykjavík voru öll mætt þar snemma til þess að læra.Vinkonurnar María og Melkorka voru mættar til að læra.VÍSIR/STEFÁNÞær Melkorka Davíðsdóttir Pitt og María Cristína Kristmanns eru báðar 16 ára og eru nemendur á fyrsta ári í MR. Þær voru mættar til þess að læra. „Það er líka stemning að hitta vinkonur sínar. Við fórum á kaffihús og erum núna aðeins að læra,“ segir Melkorka. Þær voru sammála um að það væri ágætt að fá smá frí en þær vildu þó alls ekki að verkfallið yrði of langt. „Ég styð að sjálfsögðu að kennararnir fái launahækkun,“ segir María.Fjóla og Árný stefna á stúdentspróf í vor.VÍSIR/STEFÁNFjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir eru 18 og 19 ára og á síðasta árinu í MR. Þær stefna á að læra á hverjum degi enda vonast þær til þess að taka stúdentspróf í vor. Auk þess stefna þær báðar á læknisfræði og inngöngupróf til að komast inn í læknadeild verður haldið í byrjun júní. „Við erum búnar að kvíða svolítið fyrir þessu,“ segir Fjóla. Þetta gæti þýtt að stúdentsprófinu seinki. Óvissan með stúdentsprófið sé nokkur og þær óttast að verkfallið hafi áhrif á inntökuprófið í læknisfræðina komi til þess að stúdentsprófunum seinki vegna verkfallsins. „Ég skil kennarana mjög vel, ég er meira óánægð með ríkisstjórnina en kennarana því þetta eru ekki ásættanleg laun,“ segir Árný.Matthías nýtur frísins með því að mæta klukkan 10.VÍSIR/STEFÁNMatthías Baldursson Harksen og Hafsteinn Atli Stefánsson eru 17 ára strákar á öðru ári í MR. Matthías var mættur til að læra klukkan 10 í morgun og stefnir á að mæta sem oftast. Um laun kennara hafði hann þetta að segja: „Mér finnst að kennarar ættu að hafa hærri laun.“ Þó hann fagni verkfallinu ekki segir hann það ágætt að fá smá tíma til að læra sjálfur. Aðspurður hvort hann ætli ekki að njóta frísins nokkuð svarar hann brosandi: „Jú ég ætla að mæta klukkan 10 í skólann.“Hafsteinn Atli var að reikna þegar ljósmyndari hitti á hann.vÍSIR/STEFÁNHafsteinn Atli var að reikna þegar blaðamaður hitti á hann. Hann stefnir á að mæta á hverjum degi. „Verkfallið er ekki gott fyrir nemendurna en það er slæmt að kennarar séu ekki með nógu há laun,“ segir hann. Kennaraverkfall Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. Nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari fréttastofu hittu fyrir í Menntaskólanum í Reykjavík voru öll mætt þar snemma til þess að læra.Vinkonurnar María og Melkorka voru mættar til að læra.VÍSIR/STEFÁNÞær Melkorka Davíðsdóttir Pitt og María Cristína Kristmanns eru báðar 16 ára og eru nemendur á fyrsta ári í MR. Þær voru mættar til þess að læra. „Það er líka stemning að hitta vinkonur sínar. Við fórum á kaffihús og erum núna aðeins að læra,“ segir Melkorka. Þær voru sammála um að það væri ágætt að fá smá frí en þær vildu þó alls ekki að verkfallið yrði of langt. „Ég styð að sjálfsögðu að kennararnir fái launahækkun,“ segir María.Fjóla og Árný stefna á stúdentspróf í vor.VÍSIR/STEFÁNFjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir eru 18 og 19 ára og á síðasta árinu í MR. Þær stefna á að læra á hverjum degi enda vonast þær til þess að taka stúdentspróf í vor. Auk þess stefna þær báðar á læknisfræði og inngöngupróf til að komast inn í læknadeild verður haldið í byrjun júní. „Við erum búnar að kvíða svolítið fyrir þessu,“ segir Fjóla. Þetta gæti þýtt að stúdentsprófinu seinki. Óvissan með stúdentsprófið sé nokkur og þær óttast að verkfallið hafi áhrif á inntökuprófið í læknisfræðina komi til þess að stúdentsprófunum seinki vegna verkfallsins. „Ég skil kennarana mjög vel, ég er meira óánægð með ríkisstjórnina en kennarana því þetta eru ekki ásættanleg laun,“ segir Árný.Matthías nýtur frísins með því að mæta klukkan 10.VÍSIR/STEFÁNMatthías Baldursson Harksen og Hafsteinn Atli Stefánsson eru 17 ára strákar á öðru ári í MR. Matthías var mættur til að læra klukkan 10 í morgun og stefnir á að mæta sem oftast. Um laun kennara hafði hann þetta að segja: „Mér finnst að kennarar ættu að hafa hærri laun.“ Þó hann fagni verkfallinu ekki segir hann það ágætt að fá smá tíma til að læra sjálfur. Aðspurður hvort hann ætli ekki að njóta frísins nokkuð svarar hann brosandi: „Jú ég ætla að mæta klukkan 10 í skólann.“Hafsteinn Atli var að reikna þegar ljósmyndari hitti á hann.vÍSIR/STEFÁNHafsteinn Atli var að reikna þegar blaðamaður hitti á hann. Hann stefnir á að mæta á hverjum degi. „Verkfallið er ekki gott fyrir nemendurna en það er slæmt að kennarar séu ekki með nógu há laun,“ segir hann.
Kennaraverkfall Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira