Rolls Royce tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 16:15 Það styttist í Rolls Royce tvinnbíl. Rolls Royce er ekki fyrsta bíltegundin sem kemur upp í hugann er kemur að tvinnbílum. Það gæti þó breyst á næstunni. Þeir eru frægari fyrir að vera með 12 strokka sídrekkandi vélar sem flestum af eigendum þeirra er slétt sama um hvað eyða. Ekki getur risastór og ferkantaður framendi þeirra heldur klofið loftið sérlega vel. En vindarnir blása víst öðruvísi nú á dögum og kröfur um minni eyðslu þeirra þurftafrekustu er sterk. Rolls Royce sýndi reyndar tvinnbílsútgáfu af Phantom bílnum fyrir tveimur árum, en svo til enginn hafði áhuga á honum og Rolls Royce hætti við framleiðslu hans. Sá bíll hafði reyndar ekki mikla drægni á rafmagnshleðslunni og ógnartíma tók víst að hlaða hann. Nú íhuga þeir hjá Rolls Royce Plug-In-Hybrid bíl sem setja má í samband við heimilisrafmagn. Tækninni fleygir fram og nú telja Rolls Royce menn að komið sé að því að rafhlöður gætu talist heppilegar fyrir þeirra bíla. Það kemur ekki á óvart að þessi búnaður kemur frá BMW, en Rolls Royce er í eigu BMW. Yrði það sami búnaður og er í BMW X5 eDrive bílnum. Ekki er alveg ljóst hvort svona búnaður verður settur í Ghost eða Phantom bíla breska lúxusbílaframleiðandans, en í það styttist. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent
Rolls Royce er ekki fyrsta bíltegundin sem kemur upp í hugann er kemur að tvinnbílum. Það gæti þó breyst á næstunni. Þeir eru frægari fyrir að vera með 12 strokka sídrekkandi vélar sem flestum af eigendum þeirra er slétt sama um hvað eyða. Ekki getur risastór og ferkantaður framendi þeirra heldur klofið loftið sérlega vel. En vindarnir blása víst öðruvísi nú á dögum og kröfur um minni eyðslu þeirra þurftafrekustu er sterk. Rolls Royce sýndi reyndar tvinnbílsútgáfu af Phantom bílnum fyrir tveimur árum, en svo til enginn hafði áhuga á honum og Rolls Royce hætti við framleiðslu hans. Sá bíll hafði reyndar ekki mikla drægni á rafmagnshleðslunni og ógnartíma tók víst að hlaða hann. Nú íhuga þeir hjá Rolls Royce Plug-In-Hybrid bíl sem setja má í samband við heimilisrafmagn. Tækninni fleygir fram og nú telja Rolls Royce menn að komið sé að því að rafhlöður gætu talist heppilegar fyrir þeirra bíla. Það kemur ekki á óvart að þessi búnaður kemur frá BMW, en Rolls Royce er í eigu BMW. Yrði það sami búnaður og er í BMW X5 eDrive bílnum. Ekki er alveg ljóst hvort svona búnaður verður settur í Ghost eða Phantom bíla breska lúxusbílaframleiðandans, en í það styttist.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent