Fjórar íslenskar tvennur hjá Snæfelli í oddaleiknum í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 13:00 Stúlkurnar úr Stykkishólmi voru magnaðar í gær. Vísir/Valli Snæfell leikur til úrslita í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir sigur á Val, 72-66, í æsispennandi oddaleik í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. „Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari. Ég veit hvernig tilfinningin er," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi en Snæfellsliðið hefur farið í gegnum ýmislegt að undanförnu.Chynna Brown, bandarískur leikmaður liðsins, meiddist í tvígang í rimmunni og var ekki með í oddaleiknum í gærkvöldi og þá missti liðið Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur í meiðsli út tímabilið í fyrsta leik rimmunnar. Það þurfti því almennilegt liðsátak hjá Snæfelli í gærkvöldi til að komast í sjálfa úrslitaseríuna gegn bikarmeisturum Hauka og það var svo sannarlega uppi á teningnum hjá Hólmurum í gærkvöldi. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Snæfells voru með tvöfalda tvennu í leiknum sem er magnað en fremst á meðal jafningja var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hún var fjórum stoðsendingum frá þrennu. „Gróa labbaði ekki í gær og ég hlýt að vera með einhverjar galdrahendur því ég óð í lærið á henni og hún spilaði. Það voru margar maður leiksins en Gróa var algjörlega yndisleg," sagði Ingi Þór í leikslok.Hildur Sigurðardóttir (19 stig, 11 fráköst), Hildur Björg Kjartansdóttir (15 stig, 13 fráköst) og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru einnig með tvennu í leiknum. Byrjunarliðið fékk litla hvíld en þessar fjórar spiluðu alltar yfir 37 mínútur í leiknum. Úrslitarimma deildarmeistara Snæfells og bikarmeistara Hauka hefst á laugardaginn í Stykkishólmi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Snæfell leikur til úrslita í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir sigur á Val, 72-66, í æsispennandi oddaleik í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. „Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari. Ég veit hvernig tilfinningin er," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi en Snæfellsliðið hefur farið í gegnum ýmislegt að undanförnu.Chynna Brown, bandarískur leikmaður liðsins, meiddist í tvígang í rimmunni og var ekki með í oddaleiknum í gærkvöldi og þá missti liðið Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur í meiðsli út tímabilið í fyrsta leik rimmunnar. Það þurfti því almennilegt liðsátak hjá Snæfelli í gærkvöldi til að komast í sjálfa úrslitaseríuna gegn bikarmeisturum Hauka og það var svo sannarlega uppi á teningnum hjá Hólmurum í gærkvöldi. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Snæfells voru með tvöfalda tvennu í leiknum sem er magnað en fremst á meðal jafningja var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hún var fjórum stoðsendingum frá þrennu. „Gróa labbaði ekki í gær og ég hlýt að vera með einhverjar galdrahendur því ég óð í lærið á henni og hún spilaði. Það voru margar maður leiksins en Gróa var algjörlega yndisleg," sagði Ingi Þór í leikslok.Hildur Sigurðardóttir (19 stig, 11 fráköst), Hildur Björg Kjartansdóttir (15 stig, 13 fráköst) og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru einnig með tvennu í leiknum. Byrjunarliðið fékk litla hvíld en þessar fjórar spiluðu alltar yfir 37 mínútur í leiknum. Úrslitarimma deildarmeistara Snæfells og bikarmeistara Hauka hefst á laugardaginn í Stykkishólmi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22