BMW 9 kynntur í Peking Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 16:09 BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe Concept. Auto Motor und Sport greinir frá því að BMW ætli að sýna glænýjan BMW 9 á bílasýningunni í peking síðar í mánuðinum. Er það vafalaust gert vegna þess að BMW á von á að finna flesta kaupendur þess stóra bíls í Kína. BMW 9 á að keppa við Mercedes Benz S600 Maybach sem kemur brátt af árgerð 2015 og því ætlar BMW ekki að eftirláta Mercedes Benz sviðið í þessum flokki stærstu lúxusbíla. Hermt er að nýr BMW 9 sé byggður á tilraunabílnum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe sem var sýndur á Villa d´Este Concours d´Elegance á Ítalíu í maí síðastliðnum. BMW 9 verður byggður á G11 undirvagni BMW sem einnig verður í nokkrum BMW- og Rolls-Royce bílum, þar á meðal BMW 7-línunni. Bæði BMW 9 og BMW 7 munu líklega koma á markað árið 2016. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Auto Motor und Sport greinir frá því að BMW ætli að sýna glænýjan BMW 9 á bílasýningunni í peking síðar í mánuðinum. Er það vafalaust gert vegna þess að BMW á von á að finna flesta kaupendur þess stóra bíls í Kína. BMW 9 á að keppa við Mercedes Benz S600 Maybach sem kemur brátt af árgerð 2015 og því ætlar BMW ekki að eftirláta Mercedes Benz sviðið í þessum flokki stærstu lúxusbíla. Hermt er að nýr BMW 9 sé byggður á tilraunabílnum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe sem var sýndur á Villa d´Este Concours d´Elegance á Ítalíu í maí síðastliðnum. BMW 9 verður byggður á G11 undirvagni BMW sem einnig verður í nokkrum BMW- og Rolls-Royce bílum, þar á meðal BMW 7-línunni. Bæði BMW 9 og BMW 7 munu líklega koma á markað árið 2016.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent