Frá pappírsbílum í hönnun Formúlu 1 bíla Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 11:33 Gömul sögusögn segir; „Veldu þér starf sem þú elskar og þú munt ekki vinna einn leiðinlegan dag á ævinni“. Þá á sannarlega við þennan mann. Hann hóf ungur að árum að búa til bíla úr pappír og vakti vandvirkni hans og natni í öllum smáatriðum fljótt athygli. Hann sendi myndir af bílum sínum til Formúlu 1 liða og það varð til þess að hann vinnur nú við að hanna og framleiða yfirbyggingu bíla liðs Red Bull í Formúlu 1. Sem dæmi um vandvirkni þessa unga manns þá eru 6.500 einstakir partar í eftirlíkingu af Red Bull RB7 bíl hans. Þar má sjá nákvæma eftirlíkingu af fjöðrunarbúnaði bílsins, vatnsdælum og víraþræðingar alls bílsins. Engin smáatriði bílsins fóru framhjá honum og því var ef til vill ekki nema von að Red Bull liðið hafi hrifist af verkum hans. Hann vinnur nú í höfuðstöðvum Red Bull liðsins og tölvuteiknar öll smáatriði nýrra bíla þeirra. Draumur hans varð af veruleika því hann valdi sér að vinna við það sem honum finnst skemmtilegast og aldrei líður sá dagur að honum finnist leiðinlegt í vinnu sinni. Forvitnilegt myndskeið um þetta lífshlaup hans má sjá hér að ofan. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent
Gömul sögusögn segir; „Veldu þér starf sem þú elskar og þú munt ekki vinna einn leiðinlegan dag á ævinni“. Þá á sannarlega við þennan mann. Hann hóf ungur að árum að búa til bíla úr pappír og vakti vandvirkni hans og natni í öllum smáatriðum fljótt athygli. Hann sendi myndir af bílum sínum til Formúlu 1 liða og það varð til þess að hann vinnur nú við að hanna og framleiða yfirbyggingu bíla liðs Red Bull í Formúlu 1. Sem dæmi um vandvirkni þessa unga manns þá eru 6.500 einstakir partar í eftirlíkingu af Red Bull RB7 bíl hans. Þar má sjá nákvæma eftirlíkingu af fjöðrunarbúnaði bílsins, vatnsdælum og víraþræðingar alls bílsins. Engin smáatriði bílsins fóru framhjá honum og því var ef til vill ekki nema von að Red Bull liðið hafi hrifist af verkum hans. Hann vinnur nú í höfuðstöðvum Red Bull liðsins og tölvuteiknar öll smáatriði nýrra bíla þeirra. Draumur hans varð af veruleika því hann valdi sér að vinna við það sem honum finnst skemmtilegast og aldrei líður sá dagur að honum finnist leiðinlegt í vinnu sinni. Forvitnilegt myndskeið um þetta lífshlaup hans má sjá hér að ofan.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent