Fyrstu Saab tvinnbílarnir af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 10:30 Saab 9-3 Aero Sedan. hybridCARS Þegar kínverskir fjárfestar kræktu í sænska bílaframleiðandann Saab var það gert í því skyni að gera Saab að rafmagnsbílum. Meiningin var að smíða áfram Saab 9-3 Aero Sedan bílinn og knýja hann áfram með rafmagni. Fyrstu 200 nýju eintökin af bílnum eru nú í smíðum sem tvinnbílar. Þeir komast fyrstu 200 kílómetrana á rafmagni. Eftir fyrri yfirlýsingar nýrra eigenda Saab, NEVS (National Electric Vehicles Sweden) um að breyta bílnum í rafmagnsbíl, hefur það vakið furðu sumra að hann er nú orðinn tvinnbíll. Þó eru fáir tvinnbílar sem komast lengra á rafmagninu einu saman en þessi bíll. Enn aðrir hafa áhyggjur af því að Saab 9-3 bíllinn þyki gamaldags, enda er hann orðinn 12 ára gamall bíll og langt frá því framúrstefnulegur, en ber þó klassíska hönnun. Nýi tvinnbíllinn er með 220 hestafla drifrás og er fjögurra strokka bensínvél í bílnum auk rafmagnsmótora. Fyrstu 200 bílarnir fara á markað í Kína, en þó einhver eintök til valdra aðila í Svíþjóð. Það er þó vonandi fyrir Saab aðdáendur að bílar Saab verði boði fyrir almenning, en nú eru liðin tvö og hálft ár síðan verksmiðjur Saab í Trollhättan lokuðu vegna gjaldþrots. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Þegar kínverskir fjárfestar kræktu í sænska bílaframleiðandann Saab var það gert í því skyni að gera Saab að rafmagnsbílum. Meiningin var að smíða áfram Saab 9-3 Aero Sedan bílinn og knýja hann áfram með rafmagni. Fyrstu 200 nýju eintökin af bílnum eru nú í smíðum sem tvinnbílar. Þeir komast fyrstu 200 kílómetrana á rafmagni. Eftir fyrri yfirlýsingar nýrra eigenda Saab, NEVS (National Electric Vehicles Sweden) um að breyta bílnum í rafmagnsbíl, hefur það vakið furðu sumra að hann er nú orðinn tvinnbíll. Þó eru fáir tvinnbílar sem komast lengra á rafmagninu einu saman en þessi bíll. Enn aðrir hafa áhyggjur af því að Saab 9-3 bíllinn þyki gamaldags, enda er hann orðinn 12 ára gamall bíll og langt frá því framúrstefnulegur, en ber þó klassíska hönnun. Nýi tvinnbíllinn er með 220 hestafla drifrás og er fjögurra strokka bensínvél í bílnum auk rafmagnsmótora. Fyrstu 200 bílarnir fara á markað í Kína, en þó einhver eintök til valdra aðila í Svíþjóð. Það er þó vonandi fyrir Saab aðdáendur að bílar Saab verði boði fyrir almenning, en nú eru liðin tvö og hálft ár síðan verksmiðjur Saab í Trollhättan lokuðu vegna gjaldþrots.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent