Konurnar klárar en forystan ósannfærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2014 15:42 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðni Ágústsson. Vísir/GVA „Þetta er bara spurningin hverjum er treyst til að leiða listann,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sveinbjörg er ein þeirra sem orðuð er við 1. sætið á lista flokksins í Reykjavík sem enn er óskipað eftir að Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, skoraðist undan áskorun þess að leiða listann. Sveinbjörg, sem stödd er erlendis, óskaði eftir því að leiða listann í síðustu viku. Hún segir hins vegar við Vísi að enn beri lítið á svörum frá þeim sem leiti oddvita fyrir hönd flokksins. Hún snýr heim á morgun og reiknar með því að heyra í sínu fólki í kjölfarið. Framsóknarkonan telur flokkinn eiga að nýta tækifærið og horfa til öflugra kvenna innan flokksins. „Það er tækifæri til breytinga og að konur í Framsókn láti til sín taka. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég gef kost á mér,“ segir Sveinbjörg. Hún minnir á að hún hafi verið í forsvari fyrir „Konur til áhrifa“. „Ég get raunverulega ekki skorast undan þeirri ábyrgð að bjóða fram starfskrafta mína. Hitt verður bara að koma í ljós.“Guðni Ágústsson íhugaði alvarlega endurkomu í pólitík.Vísir/GVAEn telur Sveinbjörg það hafa verið gæfuspor fyrir flokkinn að svo hafi farið að Guðni Ágústsson leiddi ekki Framsókn í borginni? „Ég hef svo sem fulla trú á Guðna og hann hefur fullt erindi í pólitík. Ég aftur á móti held að við konur innan Framsóknarflokksins verðum að rísa upp. Það er búið að gera tilraunir til að fá karlmenn að listanum. Það er byr með því að það komi sterkar konur að, leiði þennan lista og klári þetta mál,“ segir Sveinbjörg. Auk Sveinbjargar hefur Guðrún Bryndís Karlsdóttir lýst yfir vilja til að leiða listann. Var hún í öðru sæti listans þegar oddvitinn fyrrverandi, Óskar Bergsson, sagði af sér. Því eru tvær konur klárar í oddvitann en framsóknarmenn virðast ekki tilbúnir að veðja á þá, hingað til hið minnsta.Er svo mikil íhaldsemi í flokknum að þeir sem ráði ríkjum treysti ekki konum til að leiða listann? „Þeir sem hafa verið valdir til þess verða bara að eiga það við sig. Það er allavega úr nógu mörgum konum að velja. Það er ljóst. Þetta er bara spurningin hverjum er treyst til að leiða þetta. Helst vildi ég auðvitað að við myndum ganga saman í takti.“ Minnir Sveinbjörg á að fjölmargar konur séu tilbúnar að taka sæti á lista flokksins í Reykjavík. Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Það átti upphaflega að fara fram í gær, Sumardaginn fyrsta, en var frestað eftir að ljóst varð að Guðni myndi ekki leiða listann. Kosningar 2014 fréttir Tengdar fréttir Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08 Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna Vígdís Hauksdóttir segir ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu aðrar en meint netofbeldi. 25. apríl 2014 11:34 Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
„Þetta er bara spurningin hverjum er treyst til að leiða listann,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sveinbjörg er ein þeirra sem orðuð er við 1. sætið á lista flokksins í Reykjavík sem enn er óskipað eftir að Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, skoraðist undan áskorun þess að leiða listann. Sveinbjörg, sem stödd er erlendis, óskaði eftir því að leiða listann í síðustu viku. Hún segir hins vegar við Vísi að enn beri lítið á svörum frá þeim sem leiti oddvita fyrir hönd flokksins. Hún snýr heim á morgun og reiknar með því að heyra í sínu fólki í kjölfarið. Framsóknarkonan telur flokkinn eiga að nýta tækifærið og horfa til öflugra kvenna innan flokksins. „Það er tækifæri til breytinga og að konur í Framsókn láti til sín taka. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég gef kost á mér,“ segir Sveinbjörg. Hún minnir á að hún hafi verið í forsvari fyrir „Konur til áhrifa“. „Ég get raunverulega ekki skorast undan þeirri ábyrgð að bjóða fram starfskrafta mína. Hitt verður bara að koma í ljós.“Guðni Ágústsson íhugaði alvarlega endurkomu í pólitík.Vísir/GVAEn telur Sveinbjörg það hafa verið gæfuspor fyrir flokkinn að svo hafi farið að Guðni Ágústsson leiddi ekki Framsókn í borginni? „Ég hef svo sem fulla trú á Guðna og hann hefur fullt erindi í pólitík. Ég aftur á móti held að við konur innan Framsóknarflokksins verðum að rísa upp. Það er búið að gera tilraunir til að fá karlmenn að listanum. Það er byr með því að það komi sterkar konur að, leiði þennan lista og klári þetta mál,“ segir Sveinbjörg. Auk Sveinbjargar hefur Guðrún Bryndís Karlsdóttir lýst yfir vilja til að leiða listann. Var hún í öðru sæti listans þegar oddvitinn fyrrverandi, Óskar Bergsson, sagði af sér. Því eru tvær konur klárar í oddvitann en framsóknarmenn virðast ekki tilbúnir að veðja á þá, hingað til hið minnsta.Er svo mikil íhaldsemi í flokknum að þeir sem ráði ríkjum treysti ekki konum til að leiða listann? „Þeir sem hafa verið valdir til þess verða bara að eiga það við sig. Það er allavega úr nógu mörgum konum að velja. Það er ljóst. Þetta er bara spurningin hverjum er treyst til að leiða þetta. Helst vildi ég auðvitað að við myndum ganga saman í takti.“ Minnir Sveinbjörg á að fjölmargar konur séu tilbúnar að taka sæti á lista flokksins í Reykjavík. Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Það átti upphaflega að fara fram í gær, Sumardaginn fyrsta, en var frestað eftir að ljóst varð að Guðni myndi ekki leiða listann.
Kosningar 2014 fréttir Tengdar fréttir Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08 Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna Vígdís Hauksdóttir segir ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu aðrar en meint netofbeldi. 25. apríl 2014 11:34 Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08
Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna Vígdís Hauksdóttir segir ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu aðrar en meint netofbeldi. 25. apríl 2014 11:34
Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18
„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28
Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15
Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49