Matur

Kúrbítsflögur sem allir ættu að prufa

Anna Birgis á Heilsutorgi deilir uppskrift með lesendum Vísis.

„Þetta er afar einfalt að gera og ekki er verra að þetta er hollustu snakk.



Skerðu kúrbít í þunnar sneiðar, settu þær á ofnplötu og bættu við 1 msk af ólífuolíu, sjávarsalti og pipar. Blandaðu þessu saman svo að það sé olía og krydd jafnt á öllum flögunum.

Kryddaðu svo yfir með paprikukryddi.

Bakað í ofni á 210° í 25 til 30 mínútur. Muna að snúa flögunum við í ofninum svo þær bakist jafnt. Áríðandi er að fylgjast vel með þessu í ofninum svo þær brenni ekki.

Takið úr ofni, látið kólna og þessi dásemd er tilbúin.

Njótið.“

 








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.