,,Rýrir trúverðugleika Birkis Jóns“ Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 15:31 Ólafur Þór Gunnarsson undrast ummæli Birkis Jóns Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi, undrast mjög orð Birkis Jóns Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins sem birtist í grein Vísis fyrr í dag, þar sem hann lofar frístundakorti fyrir aldraða að upphæð 20 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. „Það er rétt að taka fram að VG flutti í haust tillögu um forvarnar og lýðheilsustyrki fyrir eldra fólk, 10.000 á ári, og var tillagan send til nefndar til yfirferðar. Það er skemmst frá því að segja að í síðasta mánuði skilaði nefndin af sér og tillaga VG var felld, allir fulltrúar í nefndinni, þar með talin. Una María Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarflokksins, greiddu atkvæði á móti. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni var Arnþór Sigurðsson fulltrúi VG,“ segir Ólafur Þór í samtali við Vísi. „Vinstri græn hafa það að stefnu á landsvísu að taka upp slík frístundakort sem Birkir Jón trommar upp með,“ bætir Ólafur við. Ólafur Þór er undrandi á ummælum Jóns og telur trúverðugleika hans hafa rýrnað við þetta. „Framsóknarmenn hafa áður leikið þann leik að yfirbjóða hina flokkana en hér er býsna langt seilst. Þeir fella málið í nefnd, og afgreiðsla málsins er tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn. Þar ítrekar VG vilja sinn, en fulltrúar allra hinna flokkanna halda fast við sína stefnu. VG fagna því að Framsókn hafi snúist hugur, en undrast að þegar þeir gátu tryggt að þessir styrkir kæmust á fyrir rúnri viku síðan þá gerðu þeir þvert á móti. Trúverðugleiki nýja oddvitans rýrnar óneitanlega við svona æfingar.“ Birkir Jón Jónsson tekur orðum Ólafs Þórs fagnandi. „Ég veit ekki hvort Ólafur hefur tekið eftir því en nú er búið að skipta um oddvita og það eru kosningar í nánd, við viljum standa fyrir þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir.“ „Ég er ánægður með að Ólafur sé sammála tillögu okkar og þetta gæti verið boðberi nýrra tíma, það er kallað eftir því að meiri samstaða náist innan bæjarstjórnar,“ segir Birkir Jón í samtali við Vísi.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi, undrast mjög orð Birkis Jóns Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins sem birtist í grein Vísis fyrr í dag, þar sem hann lofar frístundakorti fyrir aldraða að upphæð 20 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. „Það er rétt að taka fram að VG flutti í haust tillögu um forvarnar og lýðheilsustyrki fyrir eldra fólk, 10.000 á ári, og var tillagan send til nefndar til yfirferðar. Það er skemmst frá því að segja að í síðasta mánuði skilaði nefndin af sér og tillaga VG var felld, allir fulltrúar í nefndinni, þar með talin. Una María Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarflokksins, greiddu atkvæði á móti. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni var Arnþór Sigurðsson fulltrúi VG,“ segir Ólafur Þór í samtali við Vísi. „Vinstri græn hafa það að stefnu á landsvísu að taka upp slík frístundakort sem Birkir Jón trommar upp með,“ bætir Ólafur við. Ólafur Þór er undrandi á ummælum Jóns og telur trúverðugleika hans hafa rýrnað við þetta. „Framsóknarmenn hafa áður leikið þann leik að yfirbjóða hina flokkana en hér er býsna langt seilst. Þeir fella málið í nefnd, og afgreiðsla málsins er tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn. Þar ítrekar VG vilja sinn, en fulltrúar allra hinna flokkanna halda fast við sína stefnu. VG fagna því að Framsókn hafi snúist hugur, en undrast að þegar þeir gátu tryggt að þessir styrkir kæmust á fyrir rúnri viku síðan þá gerðu þeir þvert á móti. Trúverðugleiki nýja oddvitans rýrnar óneitanlega við svona æfingar.“ Birkir Jón Jónsson tekur orðum Ólafs Þórs fagnandi. „Ég veit ekki hvort Ólafur hefur tekið eftir því en nú er búið að skipta um oddvita og það eru kosningar í nánd, við viljum standa fyrir þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir.“ „Ég er ánægður með að Ólafur sé sammála tillögu okkar og þetta gæti verið boðberi nýrra tíma, það er kallað eftir því að meiri samstaða náist innan bæjarstjórnar,“ segir Birkir Jón í samtali við Vísi.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09