Enginn hagnaður hjá Tesla í ár Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2014 08:45 Tesla Model S selst vel. Fyrsti ársfjórðungur þessa árs reyndist ekki arðsamur hjá bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Tapið nam 5,6 milljörðum króna og það sem meira er, Tesla áætlar að árið í heild muni ekki skila hagnaði. Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra skilaði Tesla í fyrsta sinn hagnaði, en nú hefur orðið breyting á og ástæður fyrir því. Það hefur reynst mörgum fyrirtækjum dýrt er að vaxa hratt og eyða miklu í þróunarkostnað. Það er einmitt ástæðan fyrir niðurstöðunum nú, en mikið fé fór í áframhaldandi þróun næsta bíls Tesla, Model X jeppanum. Ennfremur hefur það kostað Tesla fúlgur fjár að setja upp net hraðhleðslustöðva, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur víða um heim. Þá hefur fyrirhuguð uppsetning risaverksmiðju sem framleiðir rafhlöður í bíla Tesla haft mikinn kostnað í för með sér. Tesla náði að selja 7.535 bíla á fyrsta ársfjórðungi og hefur aldrei selt fleiri bíla á heilum ársfjórðungi. Það er því ljósið í myrkrinu og Tesla virðist sífellt auka sölu sína á hverjum ársfjórðungi.Tesla Model X er næsti framleiðslubíll Tesla og eingöngu rafdrifinn, eins og Model S.Autoblog Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Fyrsti ársfjórðungur þessa árs reyndist ekki arðsamur hjá bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Tapið nam 5,6 milljörðum króna og það sem meira er, Tesla áætlar að árið í heild muni ekki skila hagnaði. Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra skilaði Tesla í fyrsta sinn hagnaði, en nú hefur orðið breyting á og ástæður fyrir því. Það hefur reynst mörgum fyrirtækjum dýrt er að vaxa hratt og eyða miklu í þróunarkostnað. Það er einmitt ástæðan fyrir niðurstöðunum nú, en mikið fé fór í áframhaldandi þróun næsta bíls Tesla, Model X jeppanum. Ennfremur hefur það kostað Tesla fúlgur fjár að setja upp net hraðhleðslustöðva, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur víða um heim. Þá hefur fyrirhuguð uppsetning risaverksmiðju sem framleiðir rafhlöður í bíla Tesla haft mikinn kostnað í för með sér. Tesla náði að selja 7.535 bíla á fyrsta ársfjórðungi og hefur aldrei selt fleiri bíla á heilum ársfjórðungi. Það er því ljósið í myrkrinu og Tesla virðist sífellt auka sölu sína á hverjum ársfjórðungi.Tesla Model X er næsti framleiðslubíll Tesla og eingöngu rafdrifinn, eins og Model S.Autoblog
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent