New York stælir Stokkhólm í umferðarmálum Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 14:22 Bílaumferð í Stokkhólmi. Borgarstjóri New York borgar ætlar að taka upp siði Svía hvað umferðarmál varðar og innleiða þær aðferðir sem notaðar eru í Stokkhólmi til að fækka slysum. Dauðaslys í umferðinni í New York einni voru 290 í fyrra, en í samanburði voru þau 264 í Svíþjóð allri. Reyndar hefur þeim fækkað í New York um 26% frá árinu 2001 en borgarstjóri New York, Bill de Blasio, vill gera betur. Svíþjóð er með lægstu dánartíðni í umferðinni af öllum löndum heims. Markmið Svía er ekki metnaðarminna en það að eyða öllum dauðaslysum í umferðinni, en víst er að eittvhað er í að það markmið náist. Í Stokkhólmi eru margar götur, líkt og í Reykjavík, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst og það hyggst borgarstjóri New York innleiða víða og lækka hámarkshraða víða úr 50 í 40 (þ.e. frá 30 mílum í 25). Auk þess verða 120 hraðamyndavélar settar upp í borginni og lögreglan mun herða mjög mælingar á hraða. Fylgst verður mjög með umferð í kringum skóla. Ennfremur er í skoðun að setja sírita í leigubíla borgarinnar sem fylgjast með hraða og ökulagi. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent
Borgarstjóri New York borgar ætlar að taka upp siði Svía hvað umferðarmál varðar og innleiða þær aðferðir sem notaðar eru í Stokkhólmi til að fækka slysum. Dauðaslys í umferðinni í New York einni voru 290 í fyrra, en í samanburði voru þau 264 í Svíþjóð allri. Reyndar hefur þeim fækkað í New York um 26% frá árinu 2001 en borgarstjóri New York, Bill de Blasio, vill gera betur. Svíþjóð er með lægstu dánartíðni í umferðinni af öllum löndum heims. Markmið Svía er ekki metnaðarminna en það að eyða öllum dauðaslysum í umferðinni, en víst er að eittvhað er í að það markmið náist. Í Stokkhólmi eru margar götur, líkt og í Reykjavík, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst og það hyggst borgarstjóri New York innleiða víða og lækka hámarkshraða víða úr 50 í 40 (þ.e. frá 30 mílum í 25). Auk þess verða 120 hraðamyndavélar settar upp í borginni og lögreglan mun herða mjög mælingar á hraða. Fylgst verður mjög með umferð í kringum skóla. Ennfremur er í skoðun að setja sírita í leigubíla borgarinnar sem fylgjast með hraða og ökulagi.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent