Hraðfréttamaðurinn Benedikt Valsson tilkynnti Evrópubúum fyrir Íslands hönd að atriði Hollands hefði hlotið 12 stig og þar með verið hlutskörpust í áliti dómnefndar og símakosningar íslensku þjóðarinnar í Eurovision að þessu sinni.
Benedikt stóð sig frábærlega. Hann var með mjög góðan framburð og einkar skýrmæltur. Benedikt sló á létta strengi með dönsku kynnunum og bauð Evrópu gott kvöld á íslensku, dönsku, frönsku, spænsku og ensku. Benedikt bætti svo við: "Kallinn er í fáranlegu stuði."
Benedikt tilkynnti einnig að Ísland hefði gefið Austuríki 10 stig og Danmörku 8 stig.
Stigagjöf Íslands skiptist til helminga milli dómnefndar og símakosningar Íslendinga. Dómnefndina skipuðu Friðrik Dór Jónsson, Ragnheiður Gröndal, Kjartan Guðbergsson og Hildur Þórhallsdóttir.
,,Kallinn er í fáránlegu stuði''
Ingvar Haraldsson skrifar

Fleiri fréttir
