Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tveimur bæjarfulltrúum á Akureyri ef gengið yrði til kosninga í dag. Flokkurinn mælist með 20,6 prósent fylgi, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Vikudag.
Umfjöllun Vikudags má sjá hér.
L – listinn sem mælist með 20,1 prósent fylgi, fengi tvo bæjarfulltrúa. Bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin fengju tvo bæjarfulltrúa, en báðir flokkar fengu einn í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn fékk 16,9 prósent og Samfylkingin 14,4 prósent í könnuninni.
Björt framtíð og Vinstri græn fá sitt hvorn manninn inn samkvæmt könnuninni. Björt framtíð mælist með 13,3 prósent og VG 11,9 prósent. Dögun mælist með 2,7 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Samúel Karl Ólason skrifar
