Súkkulaðisynd Röggu Nagla Rikka skrifar 20. maí 2014 14:51 Mynd/Ragga Nagli Hver elskar ekki litlu syndina ljúfu, með súkkulaðið flæðandi út um mallakútinn á kökunni? Hér kemur uppskrift frá einkaþjálfaranum og sálfræðingnum Röggu Nagla sem er búin að finna léttari útgáfu af þessari dásemdarköku. Naglasyndin ljúfa 1 skammtur 40g haframjölshveiti (malað í blandara/matvinnsluvél) 1 msk kókoshnetuhveiti (t.d Dr. Goerg) 2 tsk NOW Psyllium HUSK 1 msk NOW Sugarless sugar 1 tsk lyftiduft rifið zucchini 1 msk ósætað kakó (t.d Hershey’s) 2 msk hreint skyr/kvark/grísk jógúrt 1% 2 msk mjólk (möndlu/belju/soja) 3 msk graskersmauk (eða stappaður banani) 2 eggjahvítur (60g) 2 tsk horuð súkkulaðisósa Naglans (sjá uppskrift hér að neðan) Aðferð: 1. Hrærðu öllu gumsinu (nema súkkulaðisósunni) saman í smurðri skál með gaffli, 2. Búðu til litla holu í deigið. Helltu súkkulaðisósunni í holuna og fylltu yfir með meira deigi. 3. Inn í Örrmundinn þinn (örbylgjuofn) í 2-4 mínútur (tími fer eftir hversu öflugur örrinn er). Þegar toppurinn er þurr og brúnirnar aðeins farnar að losna frá skálinni er kvekendið klárt til átu. Leyfðu að kólna í nokkrar mínútur áður en kakan er losuð úr skálinni. Horað súkkulaðikrem Naglans: 1 msk ósætað kakó (t.d Hershey’s eða Ghirardelli) 1 tsk Sukrin flormelis (eða Stevia sett í blandara og blandað þar til verður eins og flórsykur) 2-4 msk möndlumjólk (eftir þykktarsmekk) NOW kókoshnetudropar (bestu dropar á jarðarkringlunni) Blanda öllu saman í skál og hræra, hræra, hræra eins og ljónið með skeið. Sýndu þolinmæði því það lítur út fyrir að ekkert sé að gerast en að lokum gefst kakóið upp og blandast við mjólkina, svo úr verður flauelsmjúkt súkkulaðikrem. Fleiri uppskriftir og góð ráð má finna á bloggsíðu Röggu Nagla. Heilsa Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hver elskar ekki litlu syndina ljúfu, með súkkulaðið flæðandi út um mallakútinn á kökunni? Hér kemur uppskrift frá einkaþjálfaranum og sálfræðingnum Röggu Nagla sem er búin að finna léttari útgáfu af þessari dásemdarköku. Naglasyndin ljúfa 1 skammtur 40g haframjölshveiti (malað í blandara/matvinnsluvél) 1 msk kókoshnetuhveiti (t.d Dr. Goerg) 2 tsk NOW Psyllium HUSK 1 msk NOW Sugarless sugar 1 tsk lyftiduft rifið zucchini 1 msk ósætað kakó (t.d Hershey’s) 2 msk hreint skyr/kvark/grísk jógúrt 1% 2 msk mjólk (möndlu/belju/soja) 3 msk graskersmauk (eða stappaður banani) 2 eggjahvítur (60g) 2 tsk horuð súkkulaðisósa Naglans (sjá uppskrift hér að neðan) Aðferð: 1. Hrærðu öllu gumsinu (nema súkkulaðisósunni) saman í smurðri skál með gaffli, 2. Búðu til litla holu í deigið. Helltu súkkulaðisósunni í holuna og fylltu yfir með meira deigi. 3. Inn í Örrmundinn þinn (örbylgjuofn) í 2-4 mínútur (tími fer eftir hversu öflugur örrinn er). Þegar toppurinn er þurr og brúnirnar aðeins farnar að losna frá skálinni er kvekendið klárt til átu. Leyfðu að kólna í nokkrar mínútur áður en kakan er losuð úr skálinni. Horað súkkulaðikrem Naglans: 1 msk ósætað kakó (t.d Hershey’s eða Ghirardelli) 1 tsk Sukrin flormelis (eða Stevia sett í blandara og blandað þar til verður eins og flórsykur) 2-4 msk möndlumjólk (eftir þykktarsmekk) NOW kókoshnetudropar (bestu dropar á jarðarkringlunni) Blanda öllu saman í skál og hræra, hræra, hræra eins og ljónið með skeið. Sýndu þolinmæði því það lítur út fyrir að ekkert sé að gerast en að lokum gefst kakóið upp og blandast við mjólkina, svo úr verður flauelsmjúkt súkkulaðikrem. Fleiri uppskriftir og góð ráð má finna á bloggsíðu Röggu Nagla.
Heilsa Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira