Reykingarmenn sem nota svokallaðar rafrettur eru líklegri til að hætta en þeir sem reiða sig á nikótínplástra og tyggjó.
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum The University College London.
Vísindamennirnir reiddu sig á gögn um 6000 reykingarmanna og reyndist fimmtungur þeirra geta hætt reykingunum með aðstoð rafrettanna.
Það er um 60% hærra hlutfall en meðal þeirra sem notuðu aðrar aðferðir.
Sala á rafrettum hefur aukist mikið á undanförnum árum og er talið að fjöldi notenda þeirra hafi þrefaldast á síðustu tveimur árum.
Rafretturnar eru þó umdeildar og hafa til að mynda stjórnvöld í Wales lengi haft í hyggju að banna notkun þeirra á almannafæri af ótta við að þær leiði til „gamaldags reykinga“.
Frekari upplýsingar má nálgast á vef BBC.
Reykingarmenn hætta með aðstoð rafretta
