Fengu tilboð vegna tölvubúnaðar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 16:20 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Gunnar Einarsson hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um innkaup Garðabæjar á tölvubúnaði án útboðs: „Í öllum tilvikum sem Garðabær hefur viðhaft magninnkaup á tölvubúnaði hafa þau verið gerð á grundvelli tilboða sem fengin hafa verið hjá stærstu söluaðilum tölvubúnaðar á Íslandi. Garðabær hefur því ávallt haft að leiðarljósi meginreglur laga um opinber innkaup að gæta hagkvæmni og gera samanburð milli fyrirtækja á viðkomandi markaði. Í öllum tilvikum sem fram fara magninnkaup á tölvum hjá Garðabæ er það tölvudeild bæjarins sem hefur umsjón með öflun tilboða og gerir tillögur um endanleg kaup. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að Garðabær hafi gert samninga við Nýherja um tölvukaup o.fl. að fjárhæð 120,0 mkr á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á sama tímabili um 50 mkr., er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiskonar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Í þeim tilvikum sem um er að ræða kaup á tölvubúnaði byggja verð á fyrri tilboðum og í öðrum tilvikum er ljóst að um er að ræða viðskipti sem eru langt undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt reglum um opinber innkaup. Á sama tímabili námu viðskipti Garðabæjar við samkeppnisaðila Nýherja á markaði um 175 mkr. Í grein Fréttablaðsins er vísað til samninga og greiðslna Garðabæjar samkvæmt kaupleigusamningum en þar er um að ræða fjármögnunarsamninga við IBM í Danmörku í tengslum við tölvukaup hjá Nýherja á árunum fyrir 2008 sem gerð voru með þeim hætti sem áður er nefnt að leitað var tilboða hjá stærstu fyrirtækum í tölvu og hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Slíkir samningar bera vexti og í einhverjum tilvikum eru þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010. Það er því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Í ágúst 2010 var lagt fram í bæjarráði Garðabæjar svar við fyrirspurn Fólksins í bænum um viðskipti Garðabæjar við Nýherja á ofangreindu tímabili þar sem skýrt kemur fram að viðskiptin námu um 50,0 mkr. eins og áður segir (sjá fundagerð bæjarráðs 17. ágúst 2010). Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggja á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Gunnar Einarsson hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um innkaup Garðabæjar á tölvubúnaði án útboðs: „Í öllum tilvikum sem Garðabær hefur viðhaft magninnkaup á tölvubúnaði hafa þau verið gerð á grundvelli tilboða sem fengin hafa verið hjá stærstu söluaðilum tölvubúnaðar á Íslandi. Garðabær hefur því ávallt haft að leiðarljósi meginreglur laga um opinber innkaup að gæta hagkvæmni og gera samanburð milli fyrirtækja á viðkomandi markaði. Í öllum tilvikum sem fram fara magninnkaup á tölvum hjá Garðabæ er það tölvudeild bæjarins sem hefur umsjón með öflun tilboða og gerir tillögur um endanleg kaup. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að Garðabær hafi gert samninga við Nýherja um tölvukaup o.fl. að fjárhæð 120,0 mkr á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á sama tímabili um 50 mkr., er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiskonar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Í þeim tilvikum sem um er að ræða kaup á tölvubúnaði byggja verð á fyrri tilboðum og í öðrum tilvikum er ljóst að um er að ræða viðskipti sem eru langt undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt reglum um opinber innkaup. Á sama tímabili námu viðskipti Garðabæjar við samkeppnisaðila Nýherja á markaði um 175 mkr. Í grein Fréttablaðsins er vísað til samninga og greiðslna Garðabæjar samkvæmt kaupleigusamningum en þar er um að ræða fjármögnunarsamninga við IBM í Danmörku í tengslum við tölvukaup hjá Nýherja á árunum fyrir 2008 sem gerð voru með þeim hætti sem áður er nefnt að leitað var tilboða hjá stærstu fyrirtækum í tölvu og hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Slíkir samningar bera vexti og í einhverjum tilvikum eru þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010. Það er því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Í ágúst 2010 var lagt fram í bæjarráði Garðabæjar svar við fyrirspurn Fólksins í bænum um viðskipti Garðabæjar við Nýherja á ofangreindu tímabili þar sem skýrt kemur fram að viðskiptin námu um 50,0 mkr. eins og áður segir (sjá fundagerð bæjarráðs 17. ágúst 2010). Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggja á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15