Búðu til þína eigin sólarvörn Rikka skrifar 6. júní 2014 11:35 Njóttu sólarinnar áhyggjulaus Mynd/Getty Þegar sólin er hátt á lofti eins og hún er í dag er nauðsynlegt að gæta þess að brenna ekki og skaða húðina. Sérstaklega þarf að gæta barnanna sem eru með viðkvæmari húð en við fullorðna fólkið. Val á réttu sólarvörninni getur verið eins og að leita að nál í heystakki, svo margt er í boði. Þar sem að húðin er stærsta líffæri líkamans og frásogar inn í líkamann það sem borið er á hana, borgar sig að vanda valið. Í mörgum sólarvörnum er oft að finna alls kyns efni sem ekki eru æskileg fyrir okkur, þó að þau valdi ekki skaða, þá og þegar, er ekki vitað um hvaða áhrif til langtíma þau hafa. Besta ráðið er þá bara að búa til sína eigin sólavörn. Í uppskriftinni af þessari sólavörn er að finna zinkáburð sem ver húðina fyrir ertingu og Tea Tree olíu en hún hefur sefandi áhrif á viðkvæma húð. Þess ber þó að geta að besta ráðið er svo að sjálfsögðu að klæða af sér sólina og gæta þess að vera ekki úti of lengi í senn. Sólarvörn 20 SPF 100 g lífræn kókosolía 100 g lífrænt Shea butter 50 g ilmefnalaus og parabenfrír sínkáburður 8 dropar lífræn Tea Tree olía Bræðið kókosolíuna og Shea butterið saman og hrærið afgangnum saman við. Gætið þess að blandan sjóði ekki. Best er að bræða olíuna saman í vatnsbaði. Kælið blönduna og setjið í glerkrukku og geymið við stofuhita. Heilsa Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur
Þegar sólin er hátt á lofti eins og hún er í dag er nauðsynlegt að gæta þess að brenna ekki og skaða húðina. Sérstaklega þarf að gæta barnanna sem eru með viðkvæmari húð en við fullorðna fólkið. Val á réttu sólarvörninni getur verið eins og að leita að nál í heystakki, svo margt er í boði. Þar sem að húðin er stærsta líffæri líkamans og frásogar inn í líkamann það sem borið er á hana, borgar sig að vanda valið. Í mörgum sólarvörnum er oft að finna alls kyns efni sem ekki eru æskileg fyrir okkur, þó að þau valdi ekki skaða, þá og þegar, er ekki vitað um hvaða áhrif til langtíma þau hafa. Besta ráðið er þá bara að búa til sína eigin sólavörn. Í uppskriftinni af þessari sólavörn er að finna zinkáburð sem ver húðina fyrir ertingu og Tea Tree olíu en hún hefur sefandi áhrif á viðkvæma húð. Þess ber þó að geta að besta ráðið er svo að sjálfsögðu að klæða af sér sólina og gæta þess að vera ekki úti of lengi í senn. Sólarvörn 20 SPF 100 g lífræn kókosolía 100 g lífrænt Shea butter 50 g ilmefnalaus og parabenfrír sínkáburður 8 dropar lífræn Tea Tree olía Bræðið kókosolíuna og Shea butterið saman og hrærið afgangnum saman við. Gætið þess að blandan sjóði ekki. Best er að bræða olíuna saman í vatnsbaði. Kælið blönduna og setjið í glerkrukku og geymið við stofuhita.
Heilsa Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp