Ferðamenn hunsa lokanir fjallvega Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2014 11:40 Ökumaðurinn festi bílinn í skafli eftir að hafa brugðið sér eilítið af veginum MYnd/EYVINDUR Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum stendur í ströngu þessa dagana við að aðstoða ökumenn sem fara um Kjalveg á illa útbúnum bílum. Bíll á sumardekkjum fór um veginn á þriðjudaginn síðastliðinn, skömmu eftir hádegi, og festi bílinn í skafli en ökumaður hans sagðist ekki hafa séð lokunarskiltin við veginn. Vegurinn er líka sagður lokaður á heimasíðu Vegagerðarinnar. Á leiðinni til baka ók sveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir. Í samtali við Vísi segir Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar svona útköll orðin ansi mörg og farin að taka toll af sjálfboðaliðunum innan hennar. „Þessi útköll fara að tínast inn núna, snjórinn er farinn að minnka og ferðamenn farnir að athuga hvort þeir komist leiðina, þrátt fyrir lokanir,“ segir Borgþór. Á undanförnum dögum hefur björgunarsveitin aðstoðað fjöldamarga fasta ferðamenn, flesta erlenda, og eru björgunaraðgerðinar iðulega tímafrekar. Til að mynda tók björgunin á þriðjudag rúma fjórar klukkustundir, björgunarsveitarmennir þurftu að keyra ríflega 200 kílómetra til að komast á áfangastað og því fylgir óneitanlega einhver kostnaður. Borgþór segir að björgunarsveitir séu farnar að rukka bílaleigur fyrir þjónustu sína, þó ekki hafi verið mynduð heildstæð stefna í gjaldtökumálum hjá björgunarsveitum landsins. „Við erum að reyna að fá eitthvað fyrir vesenið,“ eins og hann komst að orði. Þrátt fyrir að upplýsingar um færðir fjallvega séu öllum aðgengilegar á ensku á skiltum við vegina og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir Borgþór að bílaleigur landsins þurfi að brýna betur fyrir viðskiptavinum sínum að kynna sér málin vel áður en lagt er í hann. „Bara rétt eins og allir aðrir ferðalangar“Ferðmaðurinn segist ekki hafa séð skiltið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum stendur í ströngu þessa dagana við að aðstoða ökumenn sem fara um Kjalveg á illa útbúnum bílum. Bíll á sumardekkjum fór um veginn á þriðjudaginn síðastliðinn, skömmu eftir hádegi, og festi bílinn í skafli en ökumaður hans sagðist ekki hafa séð lokunarskiltin við veginn. Vegurinn er líka sagður lokaður á heimasíðu Vegagerðarinnar. Á leiðinni til baka ók sveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir. Í samtali við Vísi segir Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar svona útköll orðin ansi mörg og farin að taka toll af sjálfboðaliðunum innan hennar. „Þessi útköll fara að tínast inn núna, snjórinn er farinn að minnka og ferðamenn farnir að athuga hvort þeir komist leiðina, þrátt fyrir lokanir,“ segir Borgþór. Á undanförnum dögum hefur björgunarsveitin aðstoðað fjöldamarga fasta ferðamenn, flesta erlenda, og eru björgunaraðgerðinar iðulega tímafrekar. Til að mynda tók björgunin á þriðjudag rúma fjórar klukkustundir, björgunarsveitarmennir þurftu að keyra ríflega 200 kílómetra til að komast á áfangastað og því fylgir óneitanlega einhver kostnaður. Borgþór segir að björgunarsveitir séu farnar að rukka bílaleigur fyrir þjónustu sína, þó ekki hafi verið mynduð heildstæð stefna í gjaldtökumálum hjá björgunarsveitum landsins. „Við erum að reyna að fá eitthvað fyrir vesenið,“ eins og hann komst að orði. Þrátt fyrir að upplýsingar um færðir fjallvega séu öllum aðgengilegar á ensku á skiltum við vegina og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir Borgþór að bílaleigur landsins þurfi að brýna betur fyrir viðskiptavinum sínum að kynna sér málin vel áður en lagt er í hann. „Bara rétt eins og allir aðrir ferðalangar“Ferðmaðurinn segist ekki hafa séð skiltið
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira