Ferðamenn hunsa lokanir fjallvega Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2014 11:40 Ökumaðurinn festi bílinn í skafli eftir að hafa brugðið sér eilítið af veginum MYnd/EYVINDUR Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum stendur í ströngu þessa dagana við að aðstoða ökumenn sem fara um Kjalveg á illa útbúnum bílum. Bíll á sumardekkjum fór um veginn á þriðjudaginn síðastliðinn, skömmu eftir hádegi, og festi bílinn í skafli en ökumaður hans sagðist ekki hafa séð lokunarskiltin við veginn. Vegurinn er líka sagður lokaður á heimasíðu Vegagerðarinnar. Á leiðinni til baka ók sveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir. Í samtali við Vísi segir Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar svona útköll orðin ansi mörg og farin að taka toll af sjálfboðaliðunum innan hennar. „Þessi útköll fara að tínast inn núna, snjórinn er farinn að minnka og ferðamenn farnir að athuga hvort þeir komist leiðina, þrátt fyrir lokanir,“ segir Borgþór. Á undanförnum dögum hefur björgunarsveitin aðstoðað fjöldamarga fasta ferðamenn, flesta erlenda, og eru björgunaraðgerðinar iðulega tímafrekar. Til að mynda tók björgunin á þriðjudag rúma fjórar klukkustundir, björgunarsveitarmennir þurftu að keyra ríflega 200 kílómetra til að komast á áfangastað og því fylgir óneitanlega einhver kostnaður. Borgþór segir að björgunarsveitir séu farnar að rukka bílaleigur fyrir þjónustu sína, þó ekki hafi verið mynduð heildstæð stefna í gjaldtökumálum hjá björgunarsveitum landsins. „Við erum að reyna að fá eitthvað fyrir vesenið,“ eins og hann komst að orði. Þrátt fyrir að upplýsingar um færðir fjallvega séu öllum aðgengilegar á ensku á skiltum við vegina og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir Borgþór að bílaleigur landsins þurfi að brýna betur fyrir viðskiptavinum sínum að kynna sér málin vel áður en lagt er í hann. „Bara rétt eins og allir aðrir ferðalangar“Ferðmaðurinn segist ekki hafa séð skiltið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum stendur í ströngu þessa dagana við að aðstoða ökumenn sem fara um Kjalveg á illa útbúnum bílum. Bíll á sumardekkjum fór um veginn á þriðjudaginn síðastliðinn, skömmu eftir hádegi, og festi bílinn í skafli en ökumaður hans sagðist ekki hafa séð lokunarskiltin við veginn. Vegurinn er líka sagður lokaður á heimasíðu Vegagerðarinnar. Á leiðinni til baka ók sveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir. Í samtali við Vísi segir Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar svona útköll orðin ansi mörg og farin að taka toll af sjálfboðaliðunum innan hennar. „Þessi útköll fara að tínast inn núna, snjórinn er farinn að minnka og ferðamenn farnir að athuga hvort þeir komist leiðina, þrátt fyrir lokanir,“ segir Borgþór. Á undanförnum dögum hefur björgunarsveitin aðstoðað fjöldamarga fasta ferðamenn, flesta erlenda, og eru björgunaraðgerðinar iðulega tímafrekar. Til að mynda tók björgunin á þriðjudag rúma fjórar klukkustundir, björgunarsveitarmennir þurftu að keyra ríflega 200 kílómetra til að komast á áfangastað og því fylgir óneitanlega einhver kostnaður. Borgþór segir að björgunarsveitir séu farnar að rukka bílaleigur fyrir þjónustu sína, þó ekki hafi verið mynduð heildstæð stefna í gjaldtökumálum hjá björgunarsveitum landsins. „Við erum að reyna að fá eitthvað fyrir vesenið,“ eins og hann komst að orði. Þrátt fyrir að upplýsingar um færðir fjallvega séu öllum aðgengilegar á ensku á skiltum við vegina og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir Borgþór að bílaleigur landsins þurfi að brýna betur fyrir viðskiptavinum sínum að kynna sér málin vel áður en lagt er í hann. „Bara rétt eins og allir aðrir ferðalangar“Ferðmaðurinn segist ekki hafa séð skiltið
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira