Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum.
Samkvæmt heimildum Vísis er góður gangur í viðræðum flokkanna. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar í dag og eru því ekki aðeins oddvitar listanna að ræða saman um myndun meirihlutans. Líklegt þykir þó að málin verði ekki kláruð í dag, þó viðræður gangi að óskum. Engin stórvægileg ágreiningsmál hafi komið upp í viðræðum sem gæti stefnt þessum tilvonandi nýja meirihluta í hættu.
Samfylking og Framsókn bæta við sig manni í bæjarstjórn á meðan L-listinn tapar stórum hluta fylgis síns og fer úr 6 bæjarfulltrúum í tvo. Enginn tveggja flokka meirihluti er í myndinni á Akureyri og því þarf þrjá eða fleiri flokka til að mynda starfhæfan meirihluta. Áðurnefndir flokkar fengu tvo menn kjörna hver.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Akureyri og er eini flokkurinn sem fær þrjá bæjarfulltrúa kjörna.
Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag

Tengdar fréttir

Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna.
Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld.

Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri
Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður.

Gunnar Gíslason. "Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna"
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Akureyri. Gunnar Gíslason oddviti ætlar að kanna hvað kostir eru í stöðunni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta.

Björt Framtíð á Akureyri fær minna úr kjörkössunum en kannanir gáfu til kynna
Margrét Kristín Helgadóttir, oddviti BF á Akureyri þakklát fyrir hvert einasta atkvæði.