Kjörsókn hamfarir fyrir lýðræðið í landinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. júní 2014 01:51 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. „Þetta eru mjög dramatískar kosningar, þær eru allt öðruvísi heldur en við áttum von á. Kjörsóknin er auðvitað eitthvað það magnaðasta fall sem við höfum nokkurn tímann séð og lýsir einhverju óþoli sem við höfum aldrei nokkurn tímann upplifað áður í stjórnmálum á Íslandi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í viðtali við Vísi um stöðuna eftir síðustu tölur í Reykjavík.Hamfarir fyrir lýðræðið Eiríkur segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að það sé ekkert ofsagt að segja það. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum.“ „Svo sjáum við náttúrulega að línurnar eru mjög breyttar frá skoðanakönnunum og það hefur auðvitað eitthvað með kjörsóknina að gera,“ segir Eiríkur.Framsókn á pari við popúlíska flokka „Framsóknarflokkurinn geysist fram á grundvelli andstöðunnar við múslima og bænahús þeirra, það er ekki neitt annað sem getur útskýrt þann uppgang. Í rauninni hefur framsóknarflokkurinn keypt þessi sæti því verði að vera álitinn flokkur á pari við svona suma þá popúlísku flokka sem að hafa náð álíka árangri í Evrópu.“ Hann sgir Samfylkinguna auðvitað vinna mikinn sigur en hún sé ekki að innleysa þann sigur sem stefndi í. „Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna einhvers kona varnarsigur og það er líka mjög merkilegt að sjá Píratana falla - en það er auðvitað kosningaþátttakan sem útskýrir það.“„Maður var búinn að sjá það í könnunum í aðdraganda kosninga að þeir væru á mjög hraðri leið niður. Það kemur mér ekkert óvart að sjá það og það er ekkert úr takti við stjórnmálasögu íslands hvernig svona framboð þróast,“ segir Eiríkur um gengi flokkanna.Hvað gerist næst?„Ég myndi nú halda að augljósast yrði að meirihlutinn verði útvíkkaður til Vinstri grænna, held að það hljóti að verða svona fyrsta skref þannig að í sjálfu sér er ekki víst að þessar niðurstöður breyti endilega stjórninni í borginni mjög mikið en ég horfi fyrst og fremst á þátttökuna, mér finnst hún vera stóra fréttin í þessu máli. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum. Af hverju: vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna í landinu, stjórnmálamenn hafa ekki úthald, það náttúrulega var engin kosningabarátta, hún snerist um mál sem að menn hafa ekki mikinn áhuga á, ég hef ekki hitt marga sem hafa mikinn áhuga á staðsetningu bænahúsa, samt snerist kosningabaráttan um það. Menn ná einhvern veginn ekki út, held það hafi með margt að gera, fjölmiðlaflóran er svo ótrúlega breytt, erum í miklu margbreytilegri flóru heldur en var í eina tíð. Fyrir einhverju gátu menn sagt eitthvað í sjónvarpsviðtölum sem menn heyrðu af en núna er það fámennur hópur sem fylgist með. Ætli þetta séu ekki bara Netflix áhrifin einhvern veginn,“ segir Eiríkur að lokum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
„Þetta eru mjög dramatískar kosningar, þær eru allt öðruvísi heldur en við áttum von á. Kjörsóknin er auðvitað eitthvað það magnaðasta fall sem við höfum nokkurn tímann séð og lýsir einhverju óþoli sem við höfum aldrei nokkurn tímann upplifað áður í stjórnmálum á Íslandi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í viðtali við Vísi um stöðuna eftir síðustu tölur í Reykjavík.Hamfarir fyrir lýðræðið Eiríkur segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að það sé ekkert ofsagt að segja það. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum.“ „Svo sjáum við náttúrulega að línurnar eru mjög breyttar frá skoðanakönnunum og það hefur auðvitað eitthvað með kjörsóknina að gera,“ segir Eiríkur.Framsókn á pari við popúlíska flokka „Framsóknarflokkurinn geysist fram á grundvelli andstöðunnar við múslima og bænahús þeirra, það er ekki neitt annað sem getur útskýrt þann uppgang. Í rauninni hefur framsóknarflokkurinn keypt þessi sæti því verði að vera álitinn flokkur á pari við svona suma þá popúlísku flokka sem að hafa náð álíka árangri í Evrópu.“ Hann sgir Samfylkinguna auðvitað vinna mikinn sigur en hún sé ekki að innleysa þann sigur sem stefndi í. „Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna einhvers kona varnarsigur og það er líka mjög merkilegt að sjá Píratana falla - en það er auðvitað kosningaþátttakan sem útskýrir það.“„Maður var búinn að sjá það í könnunum í aðdraganda kosninga að þeir væru á mjög hraðri leið niður. Það kemur mér ekkert óvart að sjá það og það er ekkert úr takti við stjórnmálasögu íslands hvernig svona framboð þróast,“ segir Eiríkur um gengi flokkanna.Hvað gerist næst?„Ég myndi nú halda að augljósast yrði að meirihlutinn verði útvíkkaður til Vinstri grænna, held að það hljóti að verða svona fyrsta skref þannig að í sjálfu sér er ekki víst að þessar niðurstöður breyti endilega stjórninni í borginni mjög mikið en ég horfi fyrst og fremst á þátttökuna, mér finnst hún vera stóra fréttin í þessu máli. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum. Af hverju: vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna í landinu, stjórnmálamenn hafa ekki úthald, það náttúrulega var engin kosningabarátta, hún snerist um mál sem að menn hafa ekki mikinn áhuga á, ég hef ekki hitt marga sem hafa mikinn áhuga á staðsetningu bænahúsa, samt snerist kosningabaráttan um það. Menn ná einhvern veginn ekki út, held það hafi með margt að gera, fjölmiðlaflóran er svo ótrúlega breytt, erum í miklu margbreytilegri flóru heldur en var í eina tíð. Fyrir einhverju gátu menn sagt eitthvað í sjónvarpsviðtölum sem menn heyrðu af en núna er það fámennur hópur sem fylgist með. Ætli þetta séu ekki bara Netflix áhrifin einhvern veginn,“ segir Eiríkur að lokum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira