Skýrsla ríkissaksóknara um aðgerðir lögreglu við skotárásina í Hraunbæ 2. desember síðastliðinn er komin út. Hana má nálgast hér að neðan í viðhengi.
Sævarr Rafn Jónasson lést eftir skotbardaga við sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra. Er þetta í fyrsta skipti sem maður lætur lífið eftir átök við lögreglu hér á landi. Ríkissaksóknari fékk málið til rannsóknar og fjallaði um hvort að viðbrgöð lögreglunnar hefðu staðist lög.
Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerðin hér að neðan.

