Matur

Bláberjamúffur með chia-fræjum - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Bláberjamúffur með chia-fræjum

2 bollar glútenlaust hveiti

1 tsk matarsódi

1/2 tsk sjávarsalt

2 tsk chia-fræ

1/2 bolli saxaður ananas

2 egg

1/2 bráðin kókosolía - aðeins kæld

1/2 bolli hlynsíróp

1 tsk vanilludropar

1 1/3 bolli bláber, fersk eða frosin



Hitið ofninn í 170°C og smyrjið möffinsform með smjöri eða kókosolíu. Hrærið hveiti, matarsóda og salt saman í skál. Setjið chia-fræ og ananas í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Blandið eggjum, olíu, sírópi og vanilludropum saman í skál og bætið því næst chia-blöndunni saman við. Blandið þurrefnunum við og blandið vel saman. Hrærið bláberin varlega saman við. Setjið deigið í möffinsform, ætti að verða tólf möffins, og bakið í 20 til 25 mínútur. Kælið og njótið.

Fengið hér.


Tengdar fréttir

Mojito-bollakökur - UPPSKRIFT

Þessar girnilegu bollakökur er hægt að gera bæði áfengar eða óáfengar en þær eru afar gómsætar.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.