Fyrstu bandarísku hermennirnir komnir til Íraks Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 23:34 John Kerry ásamt bandarískum hermönnum í dag. Fyrstu bandarísku hermennirnir sem eiga að liðsinna íraska hernum í baráttu sinni gegn ISIS-samtökunum eru lentir í landinu og hafa hafist handa er fram kemur í frétt BBC um málið. Bandarísk stjórnvöld hafa lofað að senda 300 sérþjálfa hermenn til landsins með það að markmiði að vinna bug á vargöldinni sem ríkt hefur í Írak á síðustu vikum. Helmingur þeirra hefur verið fluttur á vígstöðvarnar og búist er við hinum helmingi hópsins á næstu dögum. Mennirnir munu koma til með að aðstoða Íraka í baráttu sinni án þess þó að hleypa sjálfir af vopnum. Liðsstyrkur þeirra eigi aðallega að felast í ráðgjöf og upplýsingaöflun - þrátt fyrir að írösk stjórnvöld hafi farið fram á hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur þó verið tregur fram til þessa að fallast á beiðni þeirra um loftárásir á mikilvægar bækistöðvar ISIS-samtakanna. Talið er þó að Bandaríkjamenn setji ákveðin skilyrði fyrir slíkri aðstoð, meðal annars þau að ríkisstjórn landsins verði stokkuð upp en þeir eru sagðir orðnir þreyttir á stjórnarháttum forsætisráðherrans Nouri al Maliki, sem er sakaður um að hafa níðst á súnní minnihlutanum í landinu. Meðlimir ISIS eru súnníar. Uppreisnarmennirnir hafa nú stjórn á stórum landsvæðum í norður og vesturhluta landsins, þar á meðal næst stærstu borginni Mosul. Þá stjórna þeir landamærunum inn í Sýrland og Jórdaníu og sækja nú að mikilli vatnsaflsvirkjun við borgina Haditha en nái þeir henni á sitt vald gætu þeir skrúfað fyrir rafmagnið í stórum hluta landsins. Átökin gegn uppreisnarmönnum hafa kostað á annað þúsund manns lífið það sem af er júnímánuði og samkvæmt tölum frá eftirlitsmönnum á vegum Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna eru flestir þeirra föllnu óbreyttir borgarar. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kerry lofar Írak stuðningi í baráttunni gegn Isis Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir næstu daga og vikur skipta öllu máli. 23. júní 2014 16:40 Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23 Þrýst á al Maliki forsætisráðherra Andlegur leiðtogi sjía-múslima í Írak gagnrýnir forsætisráðherra landsins og vill að mynduð verði betri stjórn sem tekur hagsmuni annarra en sjía með í reikninginn. 21. júní 2014 00:01 Komið að vendipunkti í Írak Arabalönd ættu ekki að veita súnnímúslimum fjárstuðning í átökum sem eru að breytast í landamærastríð milli Írak og Sýrlands, að sögn Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 23. júní 2014 07:00 Bandaríkin skora á al Maliki Bandarískir ráðamenn hafa hvatt til þess að mynduð verði ný stjórn í Írak. 24. júní 2014 09:02 Olíuhreinsistöðin í Bají á valdi Isis Uppreisnarmenn súnníta í Írak undir forystu Isis samtakanna segjast hafa náð fullri stjórn á olíuhreinsistöðinni í Bají, norður af höfuðborginni Bagdad. 24. júní 2014 07:51 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Krefst ekki afsagnar al Malikis forseta Barack Obama Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin reiðubúin til að senda allt að 300 manns til Íraks til að gefa íraska hernum ráð í baráttunni við herskáa íslamista. 19. júní 2014 18:49 Flókin staða í Írak Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. 24. júní 2014 06:00 Vilja að Bandaríkjamenn geri loftárásir á Isis Barack Obama Bandaríkjaforseti telur sig ekki þurfa leyfi frá þinginu, ákveði hann að beita hernum í baráttunni gegn Ísis samtökunum í Írak. 19. júní 2014 06:56 Segja Írakstríðið ekki hafa verið þess virði Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna telja að innrásin árið 2003 og átökin sem henni fylgdu hafi ekki borgað sig. 24. júní 2014 19:15 Herstöðvar á landamærum Íraks og Sýrlands herteknar Um mikinn áfangasigur er að ræða fyrir ISIS þar sem samtökin hafa nú tryggt öruggan og stöðugan flutning hergagna yfir landamærin. 22. júní 2014 10:07 Íranar reiðubúnir að verja helga staði í Írak Uppreisnarmenn sækja að mörgum heilögum stöðum sjía norður af Bagdad. 18. júní 2014 13:38 Fimmtíu milljónir manna á flótta Flóttamenn í heiminum hafa ekki verið fleiri síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 20. júní 2014 10:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Fyrstu bandarísku hermennirnir sem eiga að liðsinna íraska hernum í baráttu sinni gegn ISIS-samtökunum eru lentir í landinu og hafa hafist handa er fram kemur í frétt BBC um málið. Bandarísk stjórnvöld hafa lofað að senda 300 sérþjálfa hermenn til landsins með það að markmiði að vinna bug á vargöldinni sem ríkt hefur í Írak á síðustu vikum. Helmingur þeirra hefur verið fluttur á vígstöðvarnar og búist er við hinum helmingi hópsins á næstu dögum. Mennirnir munu koma til með að aðstoða Íraka í baráttu sinni án þess þó að hleypa sjálfir af vopnum. Liðsstyrkur þeirra eigi aðallega að felast í ráðgjöf og upplýsingaöflun - þrátt fyrir að írösk stjórnvöld hafi farið fram á hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur þó verið tregur fram til þessa að fallast á beiðni þeirra um loftárásir á mikilvægar bækistöðvar ISIS-samtakanna. Talið er þó að Bandaríkjamenn setji ákveðin skilyrði fyrir slíkri aðstoð, meðal annars þau að ríkisstjórn landsins verði stokkuð upp en þeir eru sagðir orðnir þreyttir á stjórnarháttum forsætisráðherrans Nouri al Maliki, sem er sakaður um að hafa níðst á súnní minnihlutanum í landinu. Meðlimir ISIS eru súnníar. Uppreisnarmennirnir hafa nú stjórn á stórum landsvæðum í norður og vesturhluta landsins, þar á meðal næst stærstu borginni Mosul. Þá stjórna þeir landamærunum inn í Sýrland og Jórdaníu og sækja nú að mikilli vatnsaflsvirkjun við borgina Haditha en nái þeir henni á sitt vald gætu þeir skrúfað fyrir rafmagnið í stórum hluta landsins. Átökin gegn uppreisnarmönnum hafa kostað á annað þúsund manns lífið það sem af er júnímánuði og samkvæmt tölum frá eftirlitsmönnum á vegum Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna eru flestir þeirra föllnu óbreyttir borgarar.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kerry lofar Írak stuðningi í baráttunni gegn Isis Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir næstu daga og vikur skipta öllu máli. 23. júní 2014 16:40 Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23 Þrýst á al Maliki forsætisráðherra Andlegur leiðtogi sjía-múslima í Írak gagnrýnir forsætisráðherra landsins og vill að mynduð verði betri stjórn sem tekur hagsmuni annarra en sjía með í reikninginn. 21. júní 2014 00:01 Komið að vendipunkti í Írak Arabalönd ættu ekki að veita súnnímúslimum fjárstuðning í átökum sem eru að breytast í landamærastríð milli Írak og Sýrlands, að sögn Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 23. júní 2014 07:00 Bandaríkin skora á al Maliki Bandarískir ráðamenn hafa hvatt til þess að mynduð verði ný stjórn í Írak. 24. júní 2014 09:02 Olíuhreinsistöðin í Bají á valdi Isis Uppreisnarmenn súnníta í Írak undir forystu Isis samtakanna segjast hafa náð fullri stjórn á olíuhreinsistöðinni í Bají, norður af höfuðborginni Bagdad. 24. júní 2014 07:51 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Krefst ekki afsagnar al Malikis forseta Barack Obama Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin reiðubúin til að senda allt að 300 manns til Íraks til að gefa íraska hernum ráð í baráttunni við herskáa íslamista. 19. júní 2014 18:49 Flókin staða í Írak Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. 24. júní 2014 06:00 Vilja að Bandaríkjamenn geri loftárásir á Isis Barack Obama Bandaríkjaforseti telur sig ekki þurfa leyfi frá þinginu, ákveði hann að beita hernum í baráttunni gegn Ísis samtökunum í Írak. 19. júní 2014 06:56 Segja Írakstríðið ekki hafa verið þess virði Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna telja að innrásin árið 2003 og átökin sem henni fylgdu hafi ekki borgað sig. 24. júní 2014 19:15 Herstöðvar á landamærum Íraks og Sýrlands herteknar Um mikinn áfangasigur er að ræða fyrir ISIS þar sem samtökin hafa nú tryggt öruggan og stöðugan flutning hergagna yfir landamærin. 22. júní 2014 10:07 Íranar reiðubúnir að verja helga staði í Írak Uppreisnarmenn sækja að mörgum heilögum stöðum sjía norður af Bagdad. 18. júní 2014 13:38 Fimmtíu milljónir manna á flótta Flóttamenn í heiminum hafa ekki verið fleiri síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 20. júní 2014 10:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Kerry lofar Írak stuðningi í baráttunni gegn Isis Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir næstu daga og vikur skipta öllu máli. 23. júní 2014 16:40
Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23
Þrýst á al Maliki forsætisráðherra Andlegur leiðtogi sjía-múslima í Írak gagnrýnir forsætisráðherra landsins og vill að mynduð verði betri stjórn sem tekur hagsmuni annarra en sjía með í reikninginn. 21. júní 2014 00:01
Komið að vendipunkti í Írak Arabalönd ættu ekki að veita súnnímúslimum fjárstuðning í átökum sem eru að breytast í landamærastríð milli Írak og Sýrlands, að sögn Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 23. júní 2014 07:00
Bandaríkin skora á al Maliki Bandarískir ráðamenn hafa hvatt til þess að mynduð verði ný stjórn í Írak. 24. júní 2014 09:02
Olíuhreinsistöðin í Bají á valdi Isis Uppreisnarmenn súnníta í Írak undir forystu Isis samtakanna segjast hafa náð fullri stjórn á olíuhreinsistöðinni í Bají, norður af höfuðborginni Bagdad. 24. júní 2014 07:51
Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28
Krefst ekki afsagnar al Malikis forseta Barack Obama Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin reiðubúin til að senda allt að 300 manns til Íraks til að gefa íraska hernum ráð í baráttunni við herskáa íslamista. 19. júní 2014 18:49
Flókin staða í Írak Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. 24. júní 2014 06:00
Vilja að Bandaríkjamenn geri loftárásir á Isis Barack Obama Bandaríkjaforseti telur sig ekki þurfa leyfi frá þinginu, ákveði hann að beita hernum í baráttunni gegn Ísis samtökunum í Írak. 19. júní 2014 06:56
Segja Írakstríðið ekki hafa verið þess virði Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna telja að innrásin árið 2003 og átökin sem henni fylgdu hafi ekki borgað sig. 24. júní 2014 19:15
Herstöðvar á landamærum Íraks og Sýrlands herteknar Um mikinn áfangasigur er að ræða fyrir ISIS þar sem samtökin hafa nú tryggt öruggan og stöðugan flutning hergagna yfir landamærin. 22. júní 2014 10:07
Íranar reiðubúnir að verja helga staði í Írak Uppreisnarmenn sækja að mörgum heilögum stöðum sjía norður af Bagdad. 18. júní 2014 13:38
Fimmtíu milljónir manna á flótta Flóttamenn í heiminum hafa ekki verið fleiri síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 20. júní 2014 10:30