Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Hrund Þórsdóttir skrifar 3. júlí 2014 20:00 Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 fóru nýlega og skoðuðu skemmdir vegna utanvegaaksturs á hálendinu og í meðfylgjandi myndskeiði eru meðal annars sýndar skemmdir við Frostastaðaháls, rétt utan við Landmannalaugar og rætt við Ingibjörgu Eiríksdóttur, svæðalandvörð Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. „Hér er dæmi um það sem gerist þegar ekið er á snjó sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í náttúruverndarlögum, þ.e. að frost sé í jörðu og burðurinn í snjónum slíkur að hann haldi jeppunum ofan við landið,“ segir hún. Ingibjörg nefnir sem dæmi að farið sé inn á svæði sem sé lokað í leysingatíð og keyrt út fyrir vegi til að sneiða hjá sköflum. „Þetta er það sem við höfum verið að berjast við og svo auðvitað að menn taka hringi, leggja bíl lengst úti í móa o.s.frv. Það er ýmislegt sem við þurfum að ná betur utan um.“ Eins og sjá má í myndskeiðinu má víða sjá för eftir utanvegaakstur við Sigölduleið. För í sandi eru viðráðanleg með mikilli vinnu og þar hefur verið unnið að viðgerðum, en þegar fólk keyrir um gróin svæði getur það oft tekið landið áratugi eða meira að jafna sig. Sjálfboðaliðar sem staddir eru hér á landi segja utanvegaakstur skiljanlegan að því leyti að landið sé fallegt og því eðlilega spennandi að keyra utan leiða til að kanna landið. Þeir segja hins vegar slæmt að landið sé eyðilagt og þeir sjá eftir tíma sem fer í að lagfæra för eftir utanvegaakstur; þeim tíma væri betur varið í önnur verkefni. Ingibjörg segir reynt að ná til ferðafólks en gera þurfi betur, hugsanlega með rafrænni upplýsingatækni. Hún segir fólk ekki skemma landið viljandi. „En staðreyndin er sú að þessi ferðamennska er að valda landspjöllum og við þurfum að finna leiðir til að komast hjá þeim.“ Utanvegaakstur er lögbrot og ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögreglu. „En ég veit um dæmi alveg frá um 20 þúsund krónum upp í hundrað til tvö hundruð þúsund,“ segir Ingibjörg. Tengdar fréttir Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25 Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 fóru nýlega og skoðuðu skemmdir vegna utanvegaaksturs á hálendinu og í meðfylgjandi myndskeiði eru meðal annars sýndar skemmdir við Frostastaðaháls, rétt utan við Landmannalaugar og rætt við Ingibjörgu Eiríksdóttur, svæðalandvörð Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. „Hér er dæmi um það sem gerist þegar ekið er á snjó sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í náttúruverndarlögum, þ.e. að frost sé í jörðu og burðurinn í snjónum slíkur að hann haldi jeppunum ofan við landið,“ segir hún. Ingibjörg nefnir sem dæmi að farið sé inn á svæði sem sé lokað í leysingatíð og keyrt út fyrir vegi til að sneiða hjá sköflum. „Þetta er það sem við höfum verið að berjast við og svo auðvitað að menn taka hringi, leggja bíl lengst úti í móa o.s.frv. Það er ýmislegt sem við þurfum að ná betur utan um.“ Eins og sjá má í myndskeiðinu má víða sjá för eftir utanvegaakstur við Sigölduleið. För í sandi eru viðráðanleg með mikilli vinnu og þar hefur verið unnið að viðgerðum, en þegar fólk keyrir um gróin svæði getur það oft tekið landið áratugi eða meira að jafna sig. Sjálfboðaliðar sem staddir eru hér á landi segja utanvegaakstur skiljanlegan að því leyti að landið sé fallegt og því eðlilega spennandi að keyra utan leiða til að kanna landið. Þeir segja hins vegar slæmt að landið sé eyðilagt og þeir sjá eftir tíma sem fer í að lagfæra för eftir utanvegaakstur; þeim tíma væri betur varið í önnur verkefni. Ingibjörg segir reynt að ná til ferðafólks en gera þurfi betur, hugsanlega með rafrænni upplýsingatækni. Hún segir fólk ekki skemma landið viljandi. „En staðreyndin er sú að þessi ferðamennska er að valda landspjöllum og við þurfum að finna leiðir til að komast hjá þeim.“ Utanvegaakstur er lögbrot og ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögreglu. „En ég veit um dæmi alveg frá um 20 þúsund krónum upp í hundrað til tvö hundruð þúsund,“ segir Ingibjörg.
Tengdar fréttir Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25 Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00