Á Akureyri er 14 stiga hiti auk þess sem sólin lætur á sér kræla. 13 stiga hiti er í höfuðborginni en þar er hins vegar skýjað. Kaldast er á Vestfjörðum þar sem hitinn er rétt undir tíu stigum.
Blautt verður víðast hvar á landinu á morgun, föstudag, og sömuleiðis á laugardaginn. Landsmenn ættu hins vegar margir hverjir að sjá eitthvað til sólar á sunnudaginn ef marka má spá Veðurstofu Íslands.
