Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2014 10:01 Það er heldur farið að síga í brún hjá mörgum veiðimönnum sem hafa verið við veiðar á vesturlandi þessa dagana en þar er ennþá beðið eftir almennilegum göngum í árnar. Svipað er uppá teningnum fyrir norðan en ekki hefur orðið vart við mikið af smálaxi, það hefur þó ekki komið að sök því uppistaðan í aflanum er vænn tveggja ára lax. Það stefnir kannski ekki í neitt metár en flestar árnar á Norðurlandi eru bara í fínum málum og ekkert óalgengt að sjá fyrstu stóru smálaxagöngurar í árnar á fyrsta stóra júlístraum en á vesturlandi eiga þær í það minnsta að vera farnar að mæta að einhverju ráði. Það er ennþá von í að þessar göngur mæti næstu daga og það eru alveg fordæmi fyrir því á þessari öld að þær komi seint. Það er ótrúlegt að sjá að ár eins og Grímsá, Laxá í Kjós, Leirvogsá og Langá ekki komnar yfir 100 laxa en þar hefur bara alveg vantað allar stórar göngur. Á meðan árnar í kring eins og Haffjarðará, Norðurá, Þverá, Hítará og Flókadalsá eru að skila svipaðri veiði og reikna mætti með á meðalgóðu ári en mismikið þó. Hvað veldur er erfitt að segja en næstu 7 dagar koma líklega til með að skera úr um það hvort hér sé annað árið á stuttum tíma sem stórar smálaxagöngur láta sig alveg vanta. Hér er topp tíu listinn frá Landssambandi Veiðifélaga en listann allann má finna á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda9. 7. 2014615142611Þverá + Kjarará9. 7. 2014334143373Norðurá9. 7. 2014329153351Miðfjarðará9. 7. 2014203103667Haffjarðará9. 7. 201419762158Eystri-Rangá9. 7. 2014160204797Laxá í Aðaldal9. 7. 2014131181009Vatnsdalsá í Húnaþingi9. 7. 201412561116Laxá á Ásum9. 7. 20149521062Selá í Vopnafirði9. 7. 20147871664 Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Það er heldur farið að síga í brún hjá mörgum veiðimönnum sem hafa verið við veiðar á vesturlandi þessa dagana en þar er ennþá beðið eftir almennilegum göngum í árnar. Svipað er uppá teningnum fyrir norðan en ekki hefur orðið vart við mikið af smálaxi, það hefur þó ekki komið að sök því uppistaðan í aflanum er vænn tveggja ára lax. Það stefnir kannski ekki í neitt metár en flestar árnar á Norðurlandi eru bara í fínum málum og ekkert óalgengt að sjá fyrstu stóru smálaxagöngurar í árnar á fyrsta stóra júlístraum en á vesturlandi eiga þær í það minnsta að vera farnar að mæta að einhverju ráði. Það er ennþá von í að þessar göngur mæti næstu daga og það eru alveg fordæmi fyrir því á þessari öld að þær komi seint. Það er ótrúlegt að sjá að ár eins og Grímsá, Laxá í Kjós, Leirvogsá og Langá ekki komnar yfir 100 laxa en þar hefur bara alveg vantað allar stórar göngur. Á meðan árnar í kring eins og Haffjarðará, Norðurá, Þverá, Hítará og Flókadalsá eru að skila svipaðri veiði og reikna mætti með á meðalgóðu ári en mismikið þó. Hvað veldur er erfitt að segja en næstu 7 dagar koma líklega til með að skera úr um það hvort hér sé annað árið á stuttum tíma sem stórar smálaxagöngur láta sig alveg vanta. Hér er topp tíu listinn frá Landssambandi Veiðifélaga en listann allann má finna á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda9. 7. 2014615142611Þverá + Kjarará9. 7. 2014334143373Norðurá9. 7. 2014329153351Miðfjarðará9. 7. 2014203103667Haffjarðará9. 7. 201419762158Eystri-Rangá9. 7. 2014160204797Laxá í Aðaldal9. 7. 2014131181009Vatnsdalsá í Húnaþingi9. 7. 201412561116Laxá á Ásum9. 7. 20149521062Selá í Vopnafirði9. 7. 20147871664
Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði