Árið 2014 langt frá því versta í flugsögunni Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2014 14:45 Árið 1972 létust 2.429 manns í flugslysum og er árið það mannskæðasta í flugsögunni frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Vísir/Getty Fleiri hundruð manns hafa látið lífið í flugslysum það sem af er ári, en 2014 er þó langt frá því að vera það mannskæðasta í flugsögunni.Í samantekt CNN segir að flugslys hafi verið sérstaklega áberandi í fjölmiðlum síðustu mánuði þar sem allt að 704 flugfarþegar hafa látist í fjórum stærri slysum eða atburðum sem áttu sér stað á 138 daga tímabili.MH17-vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu þann 17. júlí þar sem 298 farþegar og áhafnarmeðlimir fórust. Í síðustu viku fórust svo vélar TransAsia Airways í Taívan með 48 um borð og Air Algerie í Malí með 119 um borð. Þar að auki hvarf MH370-vél Malaysia Airlines í marsmánuði með 239 manns um borð. Þessar tíðu frásagnir af flugslysum hafa því fengið marga til að spyrja hvort loftferðir séu orðnar hættulegri en áður og hvort árið 2014 kunni að vera það mannskæðasta í flugsögunni. Þó að árið sé ekki nema rétt rúmlega hálfnað virðist svo ekki ætla að verða. Raunar langt frá því. Á myndinni að neðan má sjá fjölda dauðsfalla í flugslysum eftir árum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945. Má sjá að flestir létust í flugslysum árið 1972, eða 2.429 manns.Á myndinni má sjá fjölda dauðsfalla í flugslysum á hverju ári frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945.Mynd/CNNÁ síðasta ári létust 265 í flugslysum, en ekki höfðu færri látist í flugslysum á einu ári allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Líkt og myndin sýnir þá hefur dauðsföllum vegna flugslysa fækkað verulega síðustu áratugina. Á þessu ári hefur dauðsföllum hins vegar rúmlega tvöfaldast frá fyrra ári og er árið þó ekki búið enn. Alls hafa 764 látist í tólf slysum með farþegaflugvélum, að sögn Aviation Safety Network sem heldur utan um slíkar upplýsingar. Mannskæðasta einstaka flugslys sögunnar átti sér stað árið 1977 þegar 583 létust er tvær Boeing 747 vélar skullu saman á flugbraut á Tenerife. Á myndinni að neðan má svo sjá fjölda flugslysa þar sem farþegaflugvélar hafa komið við sögu á hverju ári, allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.Á myndinni má svo sjá fjölda slysa með farþegavélum á hverju ári frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.Mynd/CNN MH17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Fleiri hundruð manns hafa látið lífið í flugslysum það sem af er ári, en 2014 er þó langt frá því að vera það mannskæðasta í flugsögunni.Í samantekt CNN segir að flugslys hafi verið sérstaklega áberandi í fjölmiðlum síðustu mánuði þar sem allt að 704 flugfarþegar hafa látist í fjórum stærri slysum eða atburðum sem áttu sér stað á 138 daga tímabili.MH17-vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu þann 17. júlí þar sem 298 farþegar og áhafnarmeðlimir fórust. Í síðustu viku fórust svo vélar TransAsia Airways í Taívan með 48 um borð og Air Algerie í Malí með 119 um borð. Þar að auki hvarf MH370-vél Malaysia Airlines í marsmánuði með 239 manns um borð. Þessar tíðu frásagnir af flugslysum hafa því fengið marga til að spyrja hvort loftferðir séu orðnar hættulegri en áður og hvort árið 2014 kunni að vera það mannskæðasta í flugsögunni. Þó að árið sé ekki nema rétt rúmlega hálfnað virðist svo ekki ætla að verða. Raunar langt frá því. Á myndinni að neðan má sjá fjölda dauðsfalla í flugslysum eftir árum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945. Má sjá að flestir létust í flugslysum árið 1972, eða 2.429 manns.Á myndinni má sjá fjölda dauðsfalla í flugslysum á hverju ári frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945.Mynd/CNNÁ síðasta ári létust 265 í flugslysum, en ekki höfðu færri látist í flugslysum á einu ári allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Líkt og myndin sýnir þá hefur dauðsföllum vegna flugslysa fækkað verulega síðustu áratugina. Á þessu ári hefur dauðsföllum hins vegar rúmlega tvöfaldast frá fyrra ári og er árið þó ekki búið enn. Alls hafa 764 látist í tólf slysum með farþegaflugvélum, að sögn Aviation Safety Network sem heldur utan um slíkar upplýsingar. Mannskæðasta einstaka flugslys sögunnar átti sér stað árið 1977 þegar 583 létust er tvær Boeing 747 vélar skullu saman á flugbraut á Tenerife. Á myndinni að neðan má svo sjá fjölda flugslysa þar sem farþegaflugvélar hafa komið við sögu á hverju ári, allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.Á myndinni má svo sjá fjölda slysa með farþegavélum á hverju ári frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.Mynd/CNN
MH17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira