Ísraelar hnýta í Brasilíumenn vegna 7-1 Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2014 12:05 Brasilíumenn voru í öngum sínum eftir 7-1 tap sinna mann gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM fyrr í mánuðinum. Vísir/AP Talsmenn ísraelskra yfirvalda hafa kallað Brasilíu „diplómatískan dverg“ og hnýtt í landið vegna 7-1 taps þeirra gegn Þjóðverjum á HM fyrr í mánuðinum. Er þetta gert eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Í frétt Washington Post segir að talsmaður brasilískra yfirvalda hafi sagt viðbrögð Ísraelshers á Gaza ekki hafa verið í hlutfalli við tilefnið. Brasilía er annað landið sem kallar sendiherra sinn heim frá Ísrael vegna ástandsins á Gaza, en Ekvadór gerði slíkt hið sama í síðustu viku. Yigal Palmor, talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans, sagði málið óheppilegan vitnisburð þess að Brasilía, þessi efnahagslegi og menningarlegi risi, „væri enn diplómatískur dvergur. Þessi siðferðislega afstæðishyggja sem liggur að baki þessari ákvörðun gerir Brasilíu að diplómatískum samstarfsaðila okkur óviðkomandi, þar sem hann skapar vandamál í stað þess að stuðla að lausnum.“ Palmor sagði viðbrögð Ísraelsmanna á Gaza vera í fullkomlega réttu hlutfalli við alþjóðalög. „Þetta er ekki fótbolti. Þegar leik lýkur með jafntefli í fótbolta, má líta á hluti vera í réttum hlutföllum, en þegar leiknum lýkur 7-1 er ekki svo. Mér þykir leitt að segja það en svo er ekki í raunveruleikanum og í alþjóðalögum.“ Luiz Alberto Figueiredo, utanríkisráðherra Brasilíu, svaraði þessu með því að segja Brasilíu vera eitt af ellefu ríkjum heims sem ættu í stjórnmálasambandi við öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þá státi landið af sögu friðar og hafi talað fyrir friðaraðgerðum víðs vegar um heim. „Ef til eru diplómatískir dvergar þá er Brasilía ekki einn þeirra.“ Í grein Washington Post segir að brasilísk yfirvöld hafi ekki brugðist sérstaklega við athugasemdinni um 7-1 tap Braslíumanna. Gasa Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Talsmenn ísraelskra yfirvalda hafa kallað Brasilíu „diplómatískan dverg“ og hnýtt í landið vegna 7-1 taps þeirra gegn Þjóðverjum á HM fyrr í mánuðinum. Er þetta gert eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Í frétt Washington Post segir að talsmaður brasilískra yfirvalda hafi sagt viðbrögð Ísraelshers á Gaza ekki hafa verið í hlutfalli við tilefnið. Brasilía er annað landið sem kallar sendiherra sinn heim frá Ísrael vegna ástandsins á Gaza, en Ekvadór gerði slíkt hið sama í síðustu viku. Yigal Palmor, talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans, sagði málið óheppilegan vitnisburð þess að Brasilía, þessi efnahagslegi og menningarlegi risi, „væri enn diplómatískur dvergur. Þessi siðferðislega afstæðishyggja sem liggur að baki þessari ákvörðun gerir Brasilíu að diplómatískum samstarfsaðila okkur óviðkomandi, þar sem hann skapar vandamál í stað þess að stuðla að lausnum.“ Palmor sagði viðbrögð Ísraelsmanna á Gaza vera í fullkomlega réttu hlutfalli við alþjóðalög. „Þetta er ekki fótbolti. Þegar leik lýkur með jafntefli í fótbolta, má líta á hluti vera í réttum hlutföllum, en þegar leiknum lýkur 7-1 er ekki svo. Mér þykir leitt að segja það en svo er ekki í raunveruleikanum og í alþjóðalögum.“ Luiz Alberto Figueiredo, utanríkisráðherra Brasilíu, svaraði þessu með því að segja Brasilíu vera eitt af ellefu ríkjum heims sem ættu í stjórnmálasambandi við öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þá státi landið af sögu friðar og hafi talað fyrir friðaraðgerðum víðs vegar um heim. „Ef til eru diplómatískir dvergar þá er Brasilía ekki einn þeirra.“ Í grein Washington Post segir að brasilísk yfirvöld hafi ekki brugðist sérstaklega við athugasemdinni um 7-1 tap Braslíumanna.
Gasa Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira