Mikið vatn og aðalveiðistaðurinn næstum því óveiðandi Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2014 20:30 Hnausastrengur hefur verið óveiðandi marga daga í sumar vegna mikils vatns í ánni Vatnsdalsá hefur verið í ágætum málum það sem af er sumri og í dag eru komnir 256 laxar á land og þá á samt eftir að bóka síðdegisvaktina. Áin væri líklega í mun hærri tölu ef það væri ekki fyrir gífurlegt vatn í henni í allt sumar. Það er búið að vera svo mikið vatn að aðalveiðistaður hennar hefur varla verið veiðanlegur en það er stórlaxastaðurinn Hnausastrengur sem þó gaf 6 laxa á fimmtudaginn. "Hér eru veiðimenn að setja í stóra laxa og stórar bleikjur þrátt fyrir að það sé mikið vatn í ánni. Sem dæmi um stórar bleikjur erum við að ná 60-65 sm bleikjum reglulega og eins hefur verið mikið af fallegum sjóbirting að ganga" sagði Pétur Pétursson leigutaki Vatnsdalsár í samtali við vefinn í dag. "Veðrið hefur auðvitað verið þannig að hér eru allir hættir að hugsa um og tala um veður. Ef einhver spyr hvernig veðrið sé bendum við á veðurstein sem er búið að setja upp við veiðihúsið. Ef hann er blautur þá er rigning, svo einfalt er það" bætti Pétur við. Áin er líklega í 25 rúmmetrum á verstu dögunum sem er um þrefalt meðalrennsli. Ef það sjatnar í ánni má reikna með auknum krafti í veiðinni því það er lax að ganga í hana á hverjum degi og loksins fyrir fáum dögum fóru veiðimenn að verða varir við sálax í einhverjum mæli. Það er reyndar algengt að Vatnsdalsá fái ekki sýnar smálxagöngur fyrr en fyrstu dagana í ágúst og ef það er farið að bera á smálaxi núna gæti skemmtilegur tími verið framundan í ánni. Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Vatnsdalsá hefur verið í ágætum málum það sem af er sumri og í dag eru komnir 256 laxar á land og þá á samt eftir að bóka síðdegisvaktina. Áin væri líklega í mun hærri tölu ef það væri ekki fyrir gífurlegt vatn í henni í allt sumar. Það er búið að vera svo mikið vatn að aðalveiðistaður hennar hefur varla verið veiðanlegur en það er stórlaxastaðurinn Hnausastrengur sem þó gaf 6 laxa á fimmtudaginn. "Hér eru veiðimenn að setja í stóra laxa og stórar bleikjur þrátt fyrir að það sé mikið vatn í ánni. Sem dæmi um stórar bleikjur erum við að ná 60-65 sm bleikjum reglulega og eins hefur verið mikið af fallegum sjóbirting að ganga" sagði Pétur Pétursson leigutaki Vatnsdalsár í samtali við vefinn í dag. "Veðrið hefur auðvitað verið þannig að hér eru allir hættir að hugsa um og tala um veður. Ef einhver spyr hvernig veðrið sé bendum við á veðurstein sem er búið að setja upp við veiðihúsið. Ef hann er blautur þá er rigning, svo einfalt er það" bætti Pétur við. Áin er líklega í 25 rúmmetrum á verstu dögunum sem er um þrefalt meðalrennsli. Ef það sjatnar í ánni má reikna með auknum krafti í veiðinni því það er lax að ganga í hana á hverjum degi og loksins fyrir fáum dögum fóru veiðimenn að verða varir við sálax í einhverjum mæli. Það er reyndar algengt að Vatnsdalsá fái ekki sýnar smálxagöngur fyrr en fyrstu dagana í ágúst og ef það er farið að bera á smálaxi núna gæti skemmtilegur tími verið framundan í ánni.
Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði