Biður fólk um að dæma ekki Ísraela Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2014 11:09 "Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“ vísir/afp „Hér er lítil áróðursmaskína sem er óþreytandi við að breiða út áróður gegn Ísrael. Þetta er fámennur en hávær hópur, sem ég kalla auðtrúa Íslendinga, að fordæma Ísraela,“ sagði Ólöf Einarsdóttir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla framferði Ísraelshers á Gasa undanfarnar vikur. Stríðsástand ríkir á Gasasvæðinu og átökin þau blóðugustu í áraraðir. Hundruð óbreyttra borgara liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir. Ólöfu Einarsdóttur finnst umræðan um Ísraela og Palestínumenn hafa þróast á rangan veg. Ekki sé rétt að taka afstöðu til ákveðins hóps, þegar skilningur á málinu er jafnvel ekki fyrir hendi. „Það er svo alvarlegt að setja sig í eitthvað dómarasæti. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur engan skilning eða þekkingu á stöðu mála,“ segir Ólöf. Ólöf bjó með ísraelskum eiginmanni sínum og dóttur á samyrkjubúi í Suður-Ísrael, því svæði sem árásirnar hafa verið hvað mestar undanfarin ár. Samyrkjubúið var víggirt, sem og önnur bú og þorp á svæðinu og vaktað af hermönnum allan sólarhringinn. Loftvarnarbirgi eru inni í hverju húsi, sem kveðið er á um í byggingareglum þarlendis. „Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“Gegndarlausar árásir „Mér fannst ég samt þokkalega örugg þarna þrátt fyrir gegndarlausar árásir. En á árunum 2011 og 2012 þá skutu Hamas og fleiri hryðjuverkasamtök á Gasaströndinni um tvö þúsund eldflaugum yfir á Suður-Ísrael. Til að setja þetta í samhengi þá eru þetta um þrjár eldflaugar á dag, en þetta kom í hrinum.“ Árásirnar eru linnulausar á beggja bóga, en eru vopn Hamas talin mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Ólöf segir Ísraelsmenn hafa lært af sárri reynslu og því sé ógrynni fjármuna varið í að verja fólkið.„Nota almenna borgara sem mannlegan skjöld“ „Þetta er eina ástæðan fyrir því að Ísraelsmenn eru ekki að falla í eins miklum mæli og hinir og það er svo kaldhæðnislegt að Ísraelsmenn þurfi að réttlæta það. Það vita það allir sem eitthvað vita um þessa deilu að þetta eru hryðjuverkasamtök og þeir nota almenna borgara sem mannlegan skjöld. Þeir planta sér mitt á meðal borgaranna. Skjóta rótum í íbúðahverfum. Nota bakgarðafólks til að skjóta þessum eldflaugum. “ Ólöf biðlar til fólks að sýna báðum aðilum skilning og að dæma ekki fyrr en skilningur er fyrir hendi. „Þetta hryggir mig hreinlega. Ég hef sterka réttlætis- og siðferðiskennd og auðvitað hef ég samúð með óbreyttum borgurum sem liggja í valnum á Gasaströndinni. En ég fordæmi ekki Ísrael. Þau eru að berjast við hryðjuverk, hryðjuverkasamtök og við eigum að standa með þeim gegn hryðjuverkaógn.“ Gasa Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Hér er lítil áróðursmaskína sem er óþreytandi við að breiða út áróður gegn Ísrael. Þetta er fámennur en hávær hópur, sem ég kalla auðtrúa Íslendinga, að fordæma Ísraela,“ sagði Ólöf Einarsdóttir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla framferði Ísraelshers á Gasa undanfarnar vikur. Stríðsástand ríkir á Gasasvæðinu og átökin þau blóðugustu í áraraðir. Hundruð óbreyttra borgara liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir. Ólöfu Einarsdóttur finnst umræðan um Ísraela og Palestínumenn hafa þróast á rangan veg. Ekki sé rétt að taka afstöðu til ákveðins hóps, þegar skilningur á málinu er jafnvel ekki fyrir hendi. „Það er svo alvarlegt að setja sig í eitthvað dómarasæti. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur engan skilning eða þekkingu á stöðu mála,“ segir Ólöf. Ólöf bjó með ísraelskum eiginmanni sínum og dóttur á samyrkjubúi í Suður-Ísrael, því svæði sem árásirnar hafa verið hvað mestar undanfarin ár. Samyrkjubúið var víggirt, sem og önnur bú og þorp á svæðinu og vaktað af hermönnum allan sólarhringinn. Loftvarnarbirgi eru inni í hverju húsi, sem kveðið er á um í byggingareglum þarlendis. „Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“Gegndarlausar árásir „Mér fannst ég samt þokkalega örugg þarna þrátt fyrir gegndarlausar árásir. En á árunum 2011 og 2012 þá skutu Hamas og fleiri hryðjuverkasamtök á Gasaströndinni um tvö þúsund eldflaugum yfir á Suður-Ísrael. Til að setja þetta í samhengi þá eru þetta um þrjár eldflaugar á dag, en þetta kom í hrinum.“ Árásirnar eru linnulausar á beggja bóga, en eru vopn Hamas talin mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Ólöf segir Ísraelsmenn hafa lært af sárri reynslu og því sé ógrynni fjármuna varið í að verja fólkið.„Nota almenna borgara sem mannlegan skjöld“ „Þetta er eina ástæðan fyrir því að Ísraelsmenn eru ekki að falla í eins miklum mæli og hinir og það er svo kaldhæðnislegt að Ísraelsmenn þurfi að réttlæta það. Það vita það allir sem eitthvað vita um þessa deilu að þetta eru hryðjuverkasamtök og þeir nota almenna borgara sem mannlegan skjöld. Þeir planta sér mitt á meðal borgaranna. Skjóta rótum í íbúðahverfum. Nota bakgarðafólks til að skjóta þessum eldflaugum. “ Ólöf biðlar til fólks að sýna báðum aðilum skilning og að dæma ekki fyrr en skilningur er fyrir hendi. „Þetta hryggir mig hreinlega. Ég hef sterka réttlætis- og siðferðiskennd og auðvitað hef ég samúð með óbreyttum borgurum sem liggja í valnum á Gasaströndinni. En ég fordæmi ekki Ísrael. Þau eru að berjast við hryðjuverk, hryðjuverkasamtök og við eigum að standa með þeim gegn hryðjuverkaógn.“
Gasa Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira