Kveikt í verslunum og gyðingar flýja ofsóknir Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2014 22:43 Lögregla tekur skýrslu af eiganda búðar sem kveikt var í í óeirðunum VÍSIR/GETTY Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt harðlega hið „ólíðandi“ ofbeldi gegn gyðingum landsins eftir að kröfuganga til stuðnings Palestínumönnum leiddi til skemmdarverka og innbrotsöldu í gyðingahverfum Parísarborgar. Þrisvar sinnum á einni viku hafa stuðningsmenn Palestínu og gyðingar lent í hörðum útistöðum í borginni. Á sunnudag bárust fregnir af því að heyrst hafi kallað „Gösum gyðingana“ og „Drepum júðana“ á meðan óeirðarseggir réðust á fyrirtæki í Sarcelles hverfinu, sem gengur iðullega undir nafninu „Litla Jerúsalem“ Manuel Valls, forsætisráðherra Frakkland, sagði í kjölfarið: „Það sem gerðist í Sarcelles er ólíðandi. Árásir á sýnagógu og koseher-slátrara eru einfaldlega merki um gyðingahatur. Ekkert í Frakklandi getur réttlætt slíkt ofbeldi.“ Trúarleiðtogar héldu sameiginlega bænastund á tröppum sýnagógunnar í gær þar sem rabbíninn Haim Korsia og ímaminn Hassen Chalghoumi tókust í hendur til að undirstrika mikilvægi umburðarlyndis fyrir mismunandi trúarskoðunum. „Þegar þú ræðst að sýnagógu, þegar þú kveikir í verslun sem rekin er af gyðingum þá ertu haldin andúð á gyðingum“ sagði innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, á blaðamannifundi eftir bænastundina í gær. Átján hafa verið handteknir í kjölfar árásanna á fyrirtæki gyðingahverfisins. Köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum í hús og börðu frá sér með bareflum. Alls búa um hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það stærsta gyðingasamfélag Evrópu. Um fimm milljónir múslima búa í landinu. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum hafa um 1000 gyðingar flutt til Ísrael vegna ofsókna heima fyrir í kjölfar átakana á Gaza. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa opinberlega fordæmt ofsóknir gegn gyðingum á síðustu dögum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna segir að slíkt eigi ekki heima í Evrópu 21. aldarinnar. Þeir fordæmi harðlega það gyðingahatur sem hafi birst í orðum og gjörðum mótmælenda. Ekkert geti réttlætt slíkt, ekki einusinni hörmungarnar á Gaza.Imam, rabbíni og biskup leiddu bænir á bænastundinni í gær.Vísir/Getty Gasa Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt harðlega hið „ólíðandi“ ofbeldi gegn gyðingum landsins eftir að kröfuganga til stuðnings Palestínumönnum leiddi til skemmdarverka og innbrotsöldu í gyðingahverfum Parísarborgar. Þrisvar sinnum á einni viku hafa stuðningsmenn Palestínu og gyðingar lent í hörðum útistöðum í borginni. Á sunnudag bárust fregnir af því að heyrst hafi kallað „Gösum gyðingana“ og „Drepum júðana“ á meðan óeirðarseggir réðust á fyrirtæki í Sarcelles hverfinu, sem gengur iðullega undir nafninu „Litla Jerúsalem“ Manuel Valls, forsætisráðherra Frakkland, sagði í kjölfarið: „Það sem gerðist í Sarcelles er ólíðandi. Árásir á sýnagógu og koseher-slátrara eru einfaldlega merki um gyðingahatur. Ekkert í Frakklandi getur réttlætt slíkt ofbeldi.“ Trúarleiðtogar héldu sameiginlega bænastund á tröppum sýnagógunnar í gær þar sem rabbíninn Haim Korsia og ímaminn Hassen Chalghoumi tókust í hendur til að undirstrika mikilvægi umburðarlyndis fyrir mismunandi trúarskoðunum. „Þegar þú ræðst að sýnagógu, þegar þú kveikir í verslun sem rekin er af gyðingum þá ertu haldin andúð á gyðingum“ sagði innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, á blaðamannifundi eftir bænastundina í gær. Átján hafa verið handteknir í kjölfar árásanna á fyrirtæki gyðingahverfisins. Köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum í hús og börðu frá sér með bareflum. Alls búa um hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það stærsta gyðingasamfélag Evrópu. Um fimm milljónir múslima búa í landinu. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum hafa um 1000 gyðingar flutt til Ísrael vegna ofsókna heima fyrir í kjölfar átakana á Gaza. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa opinberlega fordæmt ofsóknir gegn gyðingum á síðustu dögum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna segir að slíkt eigi ekki heima í Evrópu 21. aldarinnar. Þeir fordæmi harðlega það gyðingahatur sem hafi birst í orðum og gjörðum mótmælenda. Ekkert geti réttlætt slíkt, ekki einusinni hörmungarnar á Gaza.Imam, rabbíni og biskup leiddu bænir á bænastundinni í gær.Vísir/Getty
Gasa Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira