Þessi er hressandi og hreinsandi og eplin gefa honum örlítið sætt bragð. Frábær til þess að byrja daginn með.
Uppskrift fyrir tvo:
2 græn epli
4 sellerí stilkar
1 gúrka
6 grænkálsblöð
1/2 sítróna
1 biti engifer (eftir smekk)
Aðferð:
Þvoið og skerið hráefnin niður í hæfilega stóra bita áður en þau eru sett í safapressu. Hrærið í drykkum með skeið í lokin. Bætið tveimur ísmolum í til þess að fá enn ferskari safa.
Grænn og vænn morgunsafi
