Kveikt á Friðarsúlunni í minningu fórnarlamba á Gasa Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 12:31 Vísir/Vilhelm Minningar- og friðarstund verður haldin í Viðey fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað í minningu þeirra barna sem látið hafa lífið á síðustu vikum í hinum skelfilegu árásum sem lagt hafa samfélagið á Gaza í rúst. Friðarsinninn og listamaðurinn Yoko Ono tilkynnti fyrir nokkrum dögum að kveikt yrði á Friðarsúlunni af þessu tilefni og mun ljósið loga til morguns. Í tilkynningu frá Yoko Ono segir: „Við erum öll harmi slegin yfir því að svo mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökum Ísrael og Palestínu. Með þeirri von að ofbeldinu linni tafarlaust mun ljós Friðarsúlunnar verða tendrað þann 7. ágúst næstkomandi.“ Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að í tengslum við tendrun friðarljóssins mun Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félagið Ísland – Palestína og UNICEF á Íslandi – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir dagskrá í Viðey þar sem þátttakendur sameinast í ósk um varanlegan frið og minnst verður þeirra mörg hundruð barna sem þegar eru orðin fórnarlömb stríðsins. Siglingar hefjast frá Skarfabakka kl. 18.30 og er ferjugjaldið kr. 1.100. Dagskráin við Viðeyjarstofu hefst kl. 19.30. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland – Palestína og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar UNICEF munu flytja stutt ávörp. Kórinn Graduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar sjá um tónlistarflutning. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað kl. 20.30. Ljóða- og tónlistardagskrá hefst í Viðeyjarstofu kl. 21.00. Dagskráin ber heitið Tónlist og ljóð leiða von á myrkum tímum og skartar íslenskum og erlendum skáldum og tónlistarmönnum, meðal annars Juan Roman, Kiru Kiru og Mazen Maarouf. Stofan verður opin gestum og gangandi allt kvöldið. Siglingar í land verða á hálftíma fresti frá kl. 21.00 -23.00. Allir eru hvattir til að taka þátt í þessari stund sem helguð er minningu og von um frið – t.a.m. með því að kveikja á kertum og senda skilaboð á samfélagsmiðlum og á vefsvæðinu www.imaginepeacetower.com, þar sem friðarljósinu verður jafnframt sjónvarpað beint. Gasa Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Minningar- og friðarstund verður haldin í Viðey fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað í minningu þeirra barna sem látið hafa lífið á síðustu vikum í hinum skelfilegu árásum sem lagt hafa samfélagið á Gaza í rúst. Friðarsinninn og listamaðurinn Yoko Ono tilkynnti fyrir nokkrum dögum að kveikt yrði á Friðarsúlunni af þessu tilefni og mun ljósið loga til morguns. Í tilkynningu frá Yoko Ono segir: „Við erum öll harmi slegin yfir því að svo mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökum Ísrael og Palestínu. Með þeirri von að ofbeldinu linni tafarlaust mun ljós Friðarsúlunnar verða tendrað þann 7. ágúst næstkomandi.“ Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að í tengslum við tendrun friðarljóssins mun Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félagið Ísland – Palestína og UNICEF á Íslandi – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir dagskrá í Viðey þar sem þátttakendur sameinast í ósk um varanlegan frið og minnst verður þeirra mörg hundruð barna sem þegar eru orðin fórnarlömb stríðsins. Siglingar hefjast frá Skarfabakka kl. 18.30 og er ferjugjaldið kr. 1.100. Dagskráin við Viðeyjarstofu hefst kl. 19.30. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland – Palestína og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar UNICEF munu flytja stutt ávörp. Kórinn Graduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar sjá um tónlistarflutning. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað kl. 20.30. Ljóða- og tónlistardagskrá hefst í Viðeyjarstofu kl. 21.00. Dagskráin ber heitið Tónlist og ljóð leiða von á myrkum tímum og skartar íslenskum og erlendum skáldum og tónlistarmönnum, meðal annars Juan Roman, Kiru Kiru og Mazen Maarouf. Stofan verður opin gestum og gangandi allt kvöldið. Siglingar í land verða á hálftíma fresti frá kl. 21.00 -23.00. Allir eru hvattir til að taka þátt í þessari stund sem helguð er minningu og von um frið – t.a.m. með því að kveikja á kertum og senda skilaboð á samfélagsmiðlum og á vefsvæðinu www.imaginepeacetower.com, þar sem friðarljósinu verður jafnframt sjónvarpað beint.
Gasa Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira