Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Karl Lúðvíksson skrifar 19. ágúst 2014 17:40 Stangaveiðifélögin sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stanga-veiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því. Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Veiðin í Hlíðarvatni hefur oft verið fín á þessum tíma svo hér er gott tækifæri fyrir þá sem hefur lengi dreymt um að kynnast vatninu og fá leiðsögn hjá þeim sem þekkja vatnið vel. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil. Loks skal nefna að gott berjaland er í kringum vatnið. Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Stangaveiðifélögin sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stanga-veiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því. Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Veiðin í Hlíðarvatni hefur oft verið fín á þessum tíma svo hér er gott tækifæri fyrir þá sem hefur lengi dreymt um að kynnast vatninu og fá leiðsögn hjá þeim sem þekkja vatnið vel. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil. Loks skal nefna að gott berjaland er í kringum vatnið.
Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði