Skjálftinn var 4,5 stig

For an English version click here.
Jarðskjálftinn varð laust fyrir klukkan þrjú í nótt og var fram eftir degi sýndur upp á 3,8 stig á vef Veðurstofunnar. Í viðtölum í dag hafa vísindamenn þó talað um að hann hafi verið um 4 stig en nú er búið að skrá hann upp á 4,5 stig.
Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu svæði frá árinu 1996 þegar þar varð skjálfti yfir 5 stig, sem talinn er hafa sett eldgosið í Gjálp af stað.
Stóri skjálftinn í nótt er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli.
Hann fannst alla leið norður á Akureyri.
Tengdar fréttir

700 skjálftar frá miðnætti
Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma.

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu
Miklar hræringar eru nú í fjallinu

Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu?
Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996.

Stærsti skjálftinn til þessa
Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri.

Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss
Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni.

„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“
Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða.