Gosið hófst upp úr miðnætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2014 02:15 „Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert. Sprungugos er hafið norður af Dyngjujökli, nyrst í Holuhrauni Gosið hófst um miðnætti (u.þ.b. 00:02) m.v. vefmyndavélar og jarðskjálftagögn. Gosið sést ekki á radar og talið er að öskuframleiðsla sé óveruleg að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Talið er að sprungan sé um 100-300 metra löng. Vísindamenn á svæðinu telja að gosið sé nokkra kílómetra norður af sporði Dyngjujökuls og að hraun renni til suð-austurs og virðist renna hratt. Veikur gosórói sést á jarðskjálftamælum í samræmi við hraungos án verulegrar sprengivirkni. Engin merki sjást um jökulhlaup. Litakóði fyrir Bárðarbungu er rauður. Á vefmyndavél Mílu er greinilegt að gosið er ekki jafnöflugt og það var á öðrum tímanum í nótt. Rögnvaldur segir að starfsmenn í samhæfingarmiðstöðunni haldi áfram að vinna miðað við þær forsendur að gos sé í gangi. Tveir starfsmenn Veðurstofunnar eru á svæðinu og fylgjast með gangi mála. Á myndbandinu hér að ofan má sjá fyrsta klukkutíma gossins tekinn saman á 36 sekúndum. Hafa verður í huga að vefmyndavélin er staðsett á Vaðöldu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá gosinu. Myndina sem fylgir fréttinni tók Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við University of Cambridge. Bárðarbunga Tengdar fréttir Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00 Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21 120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt. 29. ágúst 2014 01:59 Fundað í samhæfingarmiðstöðinni Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul. 29. ágúst 2014 01:48 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira
„Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert. Sprungugos er hafið norður af Dyngjujökli, nyrst í Holuhrauni Gosið hófst um miðnætti (u.þ.b. 00:02) m.v. vefmyndavélar og jarðskjálftagögn. Gosið sést ekki á radar og talið er að öskuframleiðsla sé óveruleg að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Talið er að sprungan sé um 100-300 metra löng. Vísindamenn á svæðinu telja að gosið sé nokkra kílómetra norður af sporði Dyngjujökuls og að hraun renni til suð-austurs og virðist renna hratt. Veikur gosórói sést á jarðskjálftamælum í samræmi við hraungos án verulegrar sprengivirkni. Engin merki sjást um jökulhlaup. Litakóði fyrir Bárðarbungu er rauður. Á vefmyndavél Mílu er greinilegt að gosið er ekki jafnöflugt og það var á öðrum tímanum í nótt. Rögnvaldur segir að starfsmenn í samhæfingarmiðstöðunni haldi áfram að vinna miðað við þær forsendur að gos sé í gangi. Tveir starfsmenn Veðurstofunnar eru á svæðinu og fylgjast með gangi mála. Á myndbandinu hér að ofan má sjá fyrsta klukkutíma gossins tekinn saman á 36 sekúndum. Hafa verður í huga að vefmyndavélin er staðsett á Vaðöldu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá gosinu. Myndina sem fylgir fréttinni tók Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við University of Cambridge.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00 Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21 120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt. 29. ágúst 2014 01:59 Fundað í samhæfingarmiðstöðinni Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul. 29. ágúst 2014 01:48 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira
Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00
Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21
120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt. 29. ágúst 2014 01:59
Fundað í samhæfingarmiðstöðinni Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul. 29. ágúst 2014 01:48