Ný klippa úr kvikmynd um Jimi Hendrix Orri Freyr Rúnarsson skrifar 28. ágúst 2014 13:37 Nú hefur brot út kvikmyndinni „Jimi: All Is By My Side“ verið gert aðgengilegt á netinu. Myndin byggir á ævi gítarsnillingsins Jimi Hendrix og er það sjálfur Andre 3000 úr hljómsveitinni OutKast sem fer með hlutverk Hendrix í myndinni og segja þeir sem til þekkja að hann vinni leiksigur. Myndin segir frá þeim tíma þegar að Jimi Hendrix fór í fyrsta skipti til London og var á mörkum þess að verða ein helsta rokkstjarna veraldar. Handritshöfundur myndarinnar er svo sjálfur John Ridley en hann skrifaði einmitt handritið á óskarsverðlaunamyndinni „12 Years a Slave“. En myndin er væntanleg í kvikmyndahús í lok október. Söngvarinn Brandon Flowers úr The Killers hefur nú gefið út að hann muni senda frá sér sólóplötu á næsta ári. Söngvarinn gaf út plötuna Flamingo árið 2010 og gekk þeirri plötu nokkuð vel. Flowers sagði að platan væri langt komin en þó ekki alveg tilbúin. Aðdáendur þurfa þó ekki að hafa neinar áhyggjur af því að Flowers sé að hætta í The Killers en hann hefur sagt að allir meðlimir hljómsveitarinnar hafi áhuga á að halda áfram.Rivers Coumo kemur fram í nýjum sjónvarpsþáttum á næstunniWeezer söngvarinn Rivers Coumo mun koma fram í grínþáttum byggðum á hans eigin ævi samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Þættirnir munu fjalla um rokkstjörnu á fertugsaldri sem hefur áhyggjur af vinsældum sínum og ákveður þessvegna að draga sig úr sviðsljósinu á hátindi frægðar sinnar til að upplifa allt það sem hann missti af á meðan að hann var frægur. Eins og fyrr segir munu þættirnir byggja á reynslu Rivers Coumo en hann skráði sig t.d. í nám í Harvard á þeim tíma sem Weezer hljómsveitin var hvað vinsælust. Nú stefnir allt í að Royal Blood nái efsta sæti á breska vinsældarlistanum með sinni fyrstu breiðskífu.Platan kom út á mánudaginn og er hún samnefnd hljómsveitinni. Samkvæmt sölutölum sem birtar voru í gær var platan sú söluhæsta í þessari viku og verður því áhugavert að sjá hvort að hún haldi toppsætinu þegar að listinn verður kynntur á sunnudagskvöld. Bíó og sjónvarp Harmageddon Mest lesið 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Harmageddon Sannleikurinn: "Helvítis fasistar,“ æpti Ögmundur þegar hann var handtekinn við Kerið Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon
Nú hefur brot út kvikmyndinni „Jimi: All Is By My Side“ verið gert aðgengilegt á netinu. Myndin byggir á ævi gítarsnillingsins Jimi Hendrix og er það sjálfur Andre 3000 úr hljómsveitinni OutKast sem fer með hlutverk Hendrix í myndinni og segja þeir sem til þekkja að hann vinni leiksigur. Myndin segir frá þeim tíma þegar að Jimi Hendrix fór í fyrsta skipti til London og var á mörkum þess að verða ein helsta rokkstjarna veraldar. Handritshöfundur myndarinnar er svo sjálfur John Ridley en hann skrifaði einmitt handritið á óskarsverðlaunamyndinni „12 Years a Slave“. En myndin er væntanleg í kvikmyndahús í lok október. Söngvarinn Brandon Flowers úr The Killers hefur nú gefið út að hann muni senda frá sér sólóplötu á næsta ári. Söngvarinn gaf út plötuna Flamingo árið 2010 og gekk þeirri plötu nokkuð vel. Flowers sagði að platan væri langt komin en þó ekki alveg tilbúin. Aðdáendur þurfa þó ekki að hafa neinar áhyggjur af því að Flowers sé að hætta í The Killers en hann hefur sagt að allir meðlimir hljómsveitarinnar hafi áhuga á að halda áfram.Rivers Coumo kemur fram í nýjum sjónvarpsþáttum á næstunniWeezer söngvarinn Rivers Coumo mun koma fram í grínþáttum byggðum á hans eigin ævi samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Þættirnir munu fjalla um rokkstjörnu á fertugsaldri sem hefur áhyggjur af vinsældum sínum og ákveður þessvegna að draga sig úr sviðsljósinu á hátindi frægðar sinnar til að upplifa allt það sem hann missti af á meðan að hann var frægur. Eins og fyrr segir munu þættirnir byggja á reynslu Rivers Coumo en hann skráði sig t.d. í nám í Harvard á þeim tíma sem Weezer hljómsveitin var hvað vinsælust. Nú stefnir allt í að Royal Blood nái efsta sæti á breska vinsældarlistanum með sinni fyrstu breiðskífu.Platan kom út á mánudaginn og er hún samnefnd hljómsveitinni. Samkvæmt sölutölum sem birtar voru í gær var platan sú söluhæsta í þessari viku og verður því áhugavert að sjá hvort að hún haldi toppsætinu þegar að listinn verður kynntur á sunnudagskvöld.
Bíó og sjónvarp Harmageddon Mest lesið 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Harmageddon Sannleikurinn: "Helvítis fasistar,“ æpti Ögmundur þegar hann var handtekinn við Kerið Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon