Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2014 12:59 Askja. Vísir/Vilhelm Litakóði fyrir flug yfir Öskju hefur verið hækkaður í gult. Er það til marks um að eldstöðin sýni nokkur merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Litakóði fyrir flug yfir Bárðarbungu verður áfram appelsínugulur. Þetta er meðal niðurstaðna af fundi vísindamannaráðs Almannavarna fyrir hádegi í dag. Ekki hefur orðið vart við breytingar á Vatnajökli frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar. Flogið var yfir Bárðarbungu og svæðið umhverfis í morgun og yfirborð jökulsins kannað. Ekki varð vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Talið er að þær hafi myndast vegna bráðnunar við botn. Litakóði fyrir flug er appelsínugulur yfir Bárðarbungu en litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Dældirnar hafa verið staðsettar suðaustur af Bárðarbunguöskjunni líklega innan vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Sprungumyndanirnar eru þrjár og hringlaga, samanlagt um 5 km að lengd. Um er að ræða svæði þar sem jökullinn er um 400-600 metrar að þykkt. Búið er að kanna vatnsstöðu Grímsvatna sem talin er að hafi hækkað um 5-10 m á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10-30 milljón rúmmetrum af vatni hafi bæst í vötnin. Örlítil aukning í leiðni í Köldukvísl mældist í morgun, orsök eru óþekkt. Engin breyting hefur mælst í Hágöngulóni og engin breyting í Jökulsá eða Skjálfandafljóti. Talið er að vatn frá sigdældinni hafi runnið í Grímsvötn eða til Jökulsár á Fjöllum. Skjálftavirkni er svipuð og undanfarna daga. Um miðnættið voru þrír skjálftar u.þ.b. 4 stig að stærð og einn 5 stig að stærð kl. 08:13 í morgun, allir í Bárðarbungu. Skömmu fyrir kl. 08 í morgun jókst skjálftavirkni lítillega í Öskju. Talið er að spennubreytingar vegna gliðnunar af völdum berggangsins hafi áhrif á Öskusvæðinu. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar.Niðurstaða fundar vísindamannaráðs Almannavarna (upplýsingablað) verður áfram gefin út um hádegið og eftir fundi ráðsins, gerist þess þörf. Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03 Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi. 28. ágúst 2014 10:00 Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09 Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Litakóði fyrir flug yfir Öskju hefur verið hækkaður í gult. Er það til marks um að eldstöðin sýni nokkur merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Litakóði fyrir flug yfir Bárðarbungu verður áfram appelsínugulur. Þetta er meðal niðurstaðna af fundi vísindamannaráðs Almannavarna fyrir hádegi í dag. Ekki hefur orðið vart við breytingar á Vatnajökli frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar. Flogið var yfir Bárðarbungu og svæðið umhverfis í morgun og yfirborð jökulsins kannað. Ekki varð vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Talið er að þær hafi myndast vegna bráðnunar við botn. Litakóði fyrir flug er appelsínugulur yfir Bárðarbungu en litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Dældirnar hafa verið staðsettar suðaustur af Bárðarbunguöskjunni líklega innan vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Sprungumyndanirnar eru þrjár og hringlaga, samanlagt um 5 km að lengd. Um er að ræða svæði þar sem jökullinn er um 400-600 metrar að þykkt. Búið er að kanna vatnsstöðu Grímsvatna sem talin er að hafi hækkað um 5-10 m á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10-30 milljón rúmmetrum af vatni hafi bæst í vötnin. Örlítil aukning í leiðni í Köldukvísl mældist í morgun, orsök eru óþekkt. Engin breyting hefur mælst í Hágöngulóni og engin breyting í Jökulsá eða Skjálfandafljóti. Talið er að vatn frá sigdældinni hafi runnið í Grímsvötn eða til Jökulsár á Fjöllum. Skjálftavirkni er svipuð og undanfarna daga. Um miðnættið voru þrír skjálftar u.þ.b. 4 stig að stærð og einn 5 stig að stærð kl. 08:13 í morgun, allir í Bárðarbungu. Skömmu fyrir kl. 08 í morgun jókst skjálftavirkni lítillega í Öskju. Talið er að spennubreytingar vegna gliðnunar af völdum berggangsins hafi áhrif á Öskusvæðinu. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar.Niðurstaða fundar vísindamannaráðs Almannavarna (upplýsingablað) verður áfram gefin út um hádegið og eftir fundi ráðsins, gerist þess þörf. Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03 Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi. 28. ágúst 2014 10:00 Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09 Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03
Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi. 28. ágúst 2014 10:00
Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09
Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05