Timberlake sló í gegn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2014 16:27 Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. Vísir/Andri Marinó „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Justin Timberlake í lok tónleika hans í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Timberlake spilaði í rúman einn og hálfan tíma við frábærar undirtektir tónleikagesta. Þá voru tónleikarnir sýndir beint á vef Yahoo. GusGus hitaði upp fyrir Timberlake ásamt plötusnúðum DJ Freestyle Steve sem gerði allt vitlaust að sögn blaðamanns Vísis í Kórnum. Rétt fyrir klukkan 21 voru ljósin slökkt og slagarinn My Way með Frank Sinatra hljómaði. Óhætt er að segja að allt hafi ætlað um koll að keyra og sungu tónleikagestir hástöfum með. Í kjölfarið steig nýjasti Íslandsvinurinn á svið við gríðarlegar undirtektir.Endursýning tónleikanna hófst klukkan 22:45. Hér má horfa á tónleikana.Lagalisti frá síðustu tónleikum JT í París á fimmtudagskvöldið.Timberlake hóf leik á laginu Pusher Love Girl en fjölmargir hljóðfæraleikarar og bakraddasöngvarar eru honum til halds og trausts á sviðinu. Að laginu loknu ærðust tónleikagestir og gaf Timberlake sér nægan tíma til þess að virða salinn fyrir sér með lúmskt glott. Í kjölfarið hneigði hann sig. „Er það svona sem okkur líður á Íslandi í kvöld?“ voru fyrstu orð Timberlake til tónleikagesta sem tóku vel í spurningu bandaríska söngvarans. „Komuð þið til að skemmta ykkur í kvöld, eða hvað?“ bætti hann svo við. Í kjölfarið fylgdu svo lögin Gimme what I don't know og slagarinn Rock Your Body. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake síðar á milli laga. Þá hvetur hann tónleikagesti til þess að hrista á sér rassinn auk þess að notast við ljósin á símum sínum og kveikjara.Tónleikagestir á leiðinni í Kórinn í kvöld.Vísir/Andri Marinó„Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Timberlake lauk tónleikunum á slagara sínum Mirrors þar sem undirtektir tónleikagesta voru afar miklar. Bandaríkjamaðurinn gekk svo um sviðið, veifaði til Íslendinga og þakkaði kærlega fyrir sig. „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Timberlake og myndaði hjarta með höndum sínum.Endursýning á tónleikunum hófst hér fyrir skömmu.Stemningin í Kórnum í kvöld var frábær að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu.Vísir/Andri Marinó Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00 Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20 Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Justin Timberlake í lok tónleika hans í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Timberlake spilaði í rúman einn og hálfan tíma við frábærar undirtektir tónleikagesta. Þá voru tónleikarnir sýndir beint á vef Yahoo. GusGus hitaði upp fyrir Timberlake ásamt plötusnúðum DJ Freestyle Steve sem gerði allt vitlaust að sögn blaðamanns Vísis í Kórnum. Rétt fyrir klukkan 21 voru ljósin slökkt og slagarinn My Way með Frank Sinatra hljómaði. Óhætt er að segja að allt hafi ætlað um koll að keyra og sungu tónleikagestir hástöfum með. Í kjölfarið steig nýjasti Íslandsvinurinn á svið við gríðarlegar undirtektir.Endursýning tónleikanna hófst klukkan 22:45. Hér má horfa á tónleikana.Lagalisti frá síðustu tónleikum JT í París á fimmtudagskvöldið.Timberlake hóf leik á laginu Pusher Love Girl en fjölmargir hljóðfæraleikarar og bakraddasöngvarar eru honum til halds og trausts á sviðinu. Að laginu loknu ærðust tónleikagestir og gaf Timberlake sér nægan tíma til þess að virða salinn fyrir sér með lúmskt glott. Í kjölfarið hneigði hann sig. „Er það svona sem okkur líður á Íslandi í kvöld?“ voru fyrstu orð Timberlake til tónleikagesta sem tóku vel í spurningu bandaríska söngvarans. „Komuð þið til að skemmta ykkur í kvöld, eða hvað?“ bætti hann svo við. Í kjölfarið fylgdu svo lögin Gimme what I don't know og slagarinn Rock Your Body. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake síðar á milli laga. Þá hvetur hann tónleikagesti til þess að hrista á sér rassinn auk þess að notast við ljósin á símum sínum og kveikjara.Tónleikagestir á leiðinni í Kórinn í kvöld.Vísir/Andri Marinó„Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Timberlake lauk tónleikunum á slagara sínum Mirrors þar sem undirtektir tónleikagesta voru afar miklar. Bandaríkjamaðurinn gekk svo um sviðið, veifaði til Íslendinga og þakkaði kærlega fyrir sig. „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Timberlake og myndaði hjarta með höndum sínum.Endursýning á tónleikunum hófst hér fyrir skömmu.Stemningin í Kórnum í kvöld var frábær að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu.Vísir/Andri Marinó
Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00 Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20 Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00
Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20
Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp