Gísli Freyr neitar sök Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2014 10:04 Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. vísir/gva Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og krafðist verjandi hans frávísunar. Málflutningur vegna frávísunarkröfunar fer fram 30. september næstkomandi. Við þingfestinguna lagði ríkissaksóknari fram greinagerð og verjandi hans sömuleiðis ásamt afritum frétta um málefni hælisleitenda. Gísli hafnaði jafnframt bótakröfu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra verður kvödd til vitnis í málinu, en það staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við fréttastofu. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra með því að hafa látið í té upplýsingar „til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda.“ Hanna Birna leysti Gísla Frey frá störfum 15.ágúst síðastliðinn eftir að ríkissaksóknari ákvað að höfða mál gegn honum. Gísli hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagði í yfirlýsingu sinni 15. ágúst vera fullviss um að verða sýknaður af þeim sökum sem á hann eru bornar. Brotið varðar 136. grein almennra hegningarlaga, en þar kemur fram að opinber starfsmaður sem segir frá nokkru er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skuli sæta fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, megi beita fangelsi allt að 3 árum. Ákæra ríkissaksóknara í heild sinni er svohljóðandi:Ríkissaksóknari gjörir kunnugt:Að höfða ber sakamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendurGísla Frey Valdórssyni, kennitala 100680-4169, Flétturima 23, Reykjavík,fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra, með því að hafa, á tímabilinu frá þriðjudeginum 19. nóvember 2013 til miðvikudagsins 20. nóvember 2013, í Reykjavík, látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos“. Samantektin var unnin af starfsmönnum innanríkisráðuneytisins 19. nóvember til upplýsingar fyrir innanríkisráðherra í tilefni af boðuðum mótmælum við innanríkisráðuneytið 20. nóvember vegna brottvísunar hælisleitandans Tony Omos á grundvelli úrskurðurðar ráðuneytisins frá 9. september 2013.Með úrskurðinum var staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að taka ekki til efnismeðferðar beiðni Tony Omos um hæli á Íslandi og að hann skyldi endursendur til Sviss. Í samantektinni var að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og upplýsingar um einkamálefni þriggja einstaklinga sem leynt áttu að fara, en þar var því meðal annars lýst að Tony Omos hefði stöðu grunaðs manns í tveimur umfangsmiklum sakamálum, að í hælismáli Evelyn Glory Joseph sem ætti von á barni, hugsanlega með Tony Omos, sé því borið við að hún sé mansalsfórnarlamb og að Tony Omos sé í sambandi við íslenska stúlku sem nafngreind var í minnisblaðinu. Þessar upplýsingar, sem voru til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda, birtust í Fréttablaðinu og á netmiðlunum visir.is og mbl.is að morgni 20. nóvember 2013.Telst þetta varða við 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.Skrifstofu ríkissaksóknara, Reykjavík 15. ágúst 2014Helgi Magnús Gunnarssonvararíkissaksóknari Lekamálið Tengdar fréttir Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni Hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 19. ágúst 2014 18:18 Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið Í kjölfarið verður forseta Íslands tillagan að breytingunni send forseta Íslands til staðfestingar. 25. ágúst 2014 17:46 Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. 16. ágúst 2014 19:28 Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon ræðir lekamálið við blaðamenn DV. 19. ágúst 2014 15:48 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Gísli Freyr með tæp 900 þúsund á mánuði Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, heldur óskertum launum á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum. 16. september 2014 06:00 Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og krafðist verjandi hans frávísunar. Málflutningur vegna frávísunarkröfunar fer fram 30. september næstkomandi. Við þingfestinguna lagði ríkissaksóknari fram greinagerð og verjandi hans sömuleiðis ásamt afritum frétta um málefni hælisleitenda. Gísli hafnaði jafnframt bótakröfu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra verður kvödd til vitnis í málinu, en það staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við fréttastofu. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra með því að hafa látið í té upplýsingar „til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda.“ Hanna Birna leysti Gísla Frey frá störfum 15.ágúst síðastliðinn eftir að ríkissaksóknari ákvað að höfða mál gegn honum. Gísli hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagði í yfirlýsingu sinni 15. ágúst vera fullviss um að verða sýknaður af þeim sökum sem á hann eru bornar. Brotið varðar 136. grein almennra hegningarlaga, en þar kemur fram að opinber starfsmaður sem segir frá nokkru er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skuli sæta fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, megi beita fangelsi allt að 3 árum. Ákæra ríkissaksóknara í heild sinni er svohljóðandi:Ríkissaksóknari gjörir kunnugt:Að höfða ber sakamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendurGísla Frey Valdórssyni, kennitala 100680-4169, Flétturima 23, Reykjavík,fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra, með því að hafa, á tímabilinu frá þriðjudeginum 19. nóvember 2013 til miðvikudagsins 20. nóvember 2013, í Reykjavík, látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos“. Samantektin var unnin af starfsmönnum innanríkisráðuneytisins 19. nóvember til upplýsingar fyrir innanríkisráðherra í tilefni af boðuðum mótmælum við innanríkisráðuneytið 20. nóvember vegna brottvísunar hælisleitandans Tony Omos á grundvelli úrskurðurðar ráðuneytisins frá 9. september 2013.Með úrskurðinum var staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að taka ekki til efnismeðferðar beiðni Tony Omos um hæli á Íslandi og að hann skyldi endursendur til Sviss. Í samantektinni var að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og upplýsingar um einkamálefni þriggja einstaklinga sem leynt áttu að fara, en þar var því meðal annars lýst að Tony Omos hefði stöðu grunaðs manns í tveimur umfangsmiklum sakamálum, að í hælismáli Evelyn Glory Joseph sem ætti von á barni, hugsanlega með Tony Omos, sé því borið við að hún sé mansalsfórnarlamb og að Tony Omos sé í sambandi við íslenska stúlku sem nafngreind var í minnisblaðinu. Þessar upplýsingar, sem voru til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda, birtust í Fréttablaðinu og á netmiðlunum visir.is og mbl.is að morgni 20. nóvember 2013.Telst þetta varða við 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.Skrifstofu ríkissaksóknara, Reykjavík 15. ágúst 2014Helgi Magnús Gunnarssonvararíkissaksóknari
Lekamálið Tengdar fréttir Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni Hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 19. ágúst 2014 18:18 Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið Í kjölfarið verður forseta Íslands tillagan að breytingunni send forseta Íslands til staðfestingar. 25. ágúst 2014 17:46 Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. 16. ágúst 2014 19:28 Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon ræðir lekamálið við blaðamenn DV. 19. ágúst 2014 15:48 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Gísli Freyr með tæp 900 þúsund á mánuði Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, heldur óskertum launum á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum. 16. september 2014 06:00 Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira
Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25
Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni Hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 19. ágúst 2014 18:18
Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið Í kjölfarið verður forseta Íslands tillagan að breytingunni send forseta Íslands til staðfestingar. 25. ágúst 2014 17:46
Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57
Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. 16. ágúst 2014 19:28
Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon ræðir lekamálið við blaðamenn DV. 19. ágúst 2014 15:48
Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28
Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14
Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32
Gísli Freyr með tæp 900 þúsund á mánuði Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, heldur óskertum launum á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum. 16. september 2014 06:00
Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41