Dacia bílgerðum fjölgar hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 16:06 dacia Logan. Bílaumboðið BL hefur haft jeppann Dacia Duster í sölu hérlendis í nokkurn tíma en það hefur verið eina bílgerðin sem umboðið hefur boðið íslenskum kaupendum fram að þessu. Nú fer þó bílgerðunum frá þessa rúmenska bílaframleiðanda fjölgandi og hóf BL sölu á Dacia Logan fjölskyldubíl í síðustu viku. „Viðbrögðin við þessum nýja ódýra fjölskyldubíl frá Dacia hafa ekki látið á sér standa, segir Hörður Harðarson sölustjóri hjá BL. Bíllinn var auglýstur á fimmtudaginn og á tímabili var einn að reynsluaka og tveir að bíða eftir að komast í reynsluakstur. Það er ekki á hverjum degi sem fjölskyldubíll, af þessari stærð og með sparneytinni dísilvél er auglýstur á 2.890 þús. krónur. Við urðum strax vör við mikinn áhuga á þessum nýja bíl. Dacia er smíðaður í Rúmeníu en verksmiðjurnar eru í eigu Renault og Nissan og það má einnig sjá á ýmsum íhlutum sem í bílnum eru að þeir koma úr eldri gerðum frá þessum framleiðendum“. Dacia Logan er búinn 1,5 l díslivél sem, samkvæmt uppgefnum tölum framleiðanda notar einungis 3,8 lítra á hverja 100 km í blönduðum akstri. Dacia Logan er einungis hægt að fá með beinskiptingu en búnaður bílsins í þeirri útgáfu sem BL ehf. leggur áherslu á er nokkuð ríkulegur. Til að mynda er hann með leiðsögubúnað og 7 tommu LED upplýsingaskjá, fjarlægðarskynjarar eru í afturstuðara, hraðastillir er staðalbúnaður auk handfrjáls símabúnaðar og USB tengi fyrir iPod. Hingað til hefur einungis jeppinn Dacia Duster verið fáanlegur frá Dacia en núna bætist Logan í línuna og í haust er von á sendibíl frá Dacia sem kallast Dacia Dokker.Dacia Dokker kemur seinna á þessu ári. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent
Bílaumboðið BL hefur haft jeppann Dacia Duster í sölu hérlendis í nokkurn tíma en það hefur verið eina bílgerðin sem umboðið hefur boðið íslenskum kaupendum fram að þessu. Nú fer þó bílgerðunum frá þessa rúmenska bílaframleiðanda fjölgandi og hóf BL sölu á Dacia Logan fjölskyldubíl í síðustu viku. „Viðbrögðin við þessum nýja ódýra fjölskyldubíl frá Dacia hafa ekki látið á sér standa, segir Hörður Harðarson sölustjóri hjá BL. Bíllinn var auglýstur á fimmtudaginn og á tímabili var einn að reynsluaka og tveir að bíða eftir að komast í reynsluakstur. Það er ekki á hverjum degi sem fjölskyldubíll, af þessari stærð og með sparneytinni dísilvél er auglýstur á 2.890 þús. krónur. Við urðum strax vör við mikinn áhuga á þessum nýja bíl. Dacia er smíðaður í Rúmeníu en verksmiðjurnar eru í eigu Renault og Nissan og það má einnig sjá á ýmsum íhlutum sem í bílnum eru að þeir koma úr eldri gerðum frá þessum framleiðendum“. Dacia Logan er búinn 1,5 l díslivél sem, samkvæmt uppgefnum tölum framleiðanda notar einungis 3,8 lítra á hverja 100 km í blönduðum akstri. Dacia Logan er einungis hægt að fá með beinskiptingu en búnaður bílsins í þeirri útgáfu sem BL ehf. leggur áherslu á er nokkuð ríkulegur. Til að mynda er hann með leiðsögubúnað og 7 tommu LED upplýsingaskjá, fjarlægðarskynjarar eru í afturstuðara, hraðastillir er staðalbúnaður auk handfrjáls símabúnaðar og USB tengi fyrir iPod. Hingað til hefur einungis jeppinn Dacia Duster verið fáanlegur frá Dacia en núna bætist Logan í línuna og í haust er von á sendibíl frá Dacia sem kallast Dacia Dokker.Dacia Dokker kemur seinna á þessu ári.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent