Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Karl Lúðvíksson skrifar 12. september 2014 15:20 Ein þekktasta síðsumarsá landsins er komin í sinn árlega gír en þessa dagana má með sanni segja að það sé mokveiði í Stóru Laxá. Mesta veiðin er að venju á svæðum 1-2 en eitthvað kropp hefur þó verið á svæðum 3 og 4. Svo mikil eftirsurn hefur verið eftir veiðileyfum á svæði 1-2 að þeir sem hafa hug á að komast í stórlaxaveiðina þar næsta haust þurfa líklega að bóka það núna til að eiga einhvern möguleika á að fá daga. Efri svæðin ættu ekki að gleymast en veiðin þar getur líka verið virkilega góð þegar líður á tímabilið. Þeir sem hafa verið þarna við veiðar síðustu daga hafa sannarlega lent í veislu en fáir í einhverju sambærulegu og Terry Nab sem var þar við veiðar á svæði 1-2 fyrir fáum dögum. Hann landaði 20 löxum á einum degi og þar af fjórum sem voru yfir 20 pund. Aðeins þrír af þessum löxum voru undir 10 pundum svo þetta hefur verið algjör stórlaxaveisla hjá honum. Mesta veiðin var í Kálfhagahyl og Bergsnös enda báðir þessir veiðistaðir mjög gjöfullir á þessum tíma. Terry reyndi víðar í ánni án þess að fá töku en það segir ekkert um að laxinn sé bara á þessum tveimur áðurnefndu veiðistöðum. Ef það kemur gott úrhelli í viðbót má búast við því að meiri fiskur komi upp úr Iðu og eins fari laxinn að dreifa sér betur um ánna. Það er verður gaman hjá þeim sem eiga daga þarna á næstunni. Eins og sést á meðfylgjandi myndum eru þetta sannarlega stórlaxar sem Terry glímdi við í Stóru Laxá. Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði
Ein þekktasta síðsumarsá landsins er komin í sinn árlega gír en þessa dagana má með sanni segja að það sé mokveiði í Stóru Laxá. Mesta veiðin er að venju á svæðum 1-2 en eitthvað kropp hefur þó verið á svæðum 3 og 4. Svo mikil eftirsurn hefur verið eftir veiðileyfum á svæði 1-2 að þeir sem hafa hug á að komast í stórlaxaveiðina þar næsta haust þurfa líklega að bóka það núna til að eiga einhvern möguleika á að fá daga. Efri svæðin ættu ekki að gleymast en veiðin þar getur líka verið virkilega góð þegar líður á tímabilið. Þeir sem hafa verið þarna við veiðar síðustu daga hafa sannarlega lent í veislu en fáir í einhverju sambærulegu og Terry Nab sem var þar við veiðar á svæði 1-2 fyrir fáum dögum. Hann landaði 20 löxum á einum degi og þar af fjórum sem voru yfir 20 pund. Aðeins þrír af þessum löxum voru undir 10 pundum svo þetta hefur verið algjör stórlaxaveisla hjá honum. Mesta veiðin var í Kálfhagahyl og Bergsnös enda báðir þessir veiðistaðir mjög gjöfullir á þessum tíma. Terry reyndi víðar í ánni án þess að fá töku en það segir ekkert um að laxinn sé bara á þessum tveimur áðurnefndu veiðistöðum. Ef það kemur gott úrhelli í viðbót má búast við því að meiri fiskur komi upp úr Iðu og eins fari laxinn að dreifa sér betur um ánna. Það er verður gaman hjá þeim sem eiga daga þarna á næstunni. Eins og sést á meðfylgjandi myndum eru þetta sannarlega stórlaxar sem Terry glímdi við í Stóru Laxá.
Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði