„Draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 11:55 Árni Páll hefur áhyggjur af eftirlitinu Vísir / EE „Ég sé ekki með þessu annað en að verið sé að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun í umræðum um fjárlagafrumvarpið. „Það eigi að vera þægur seppi sem hjálpi fyrirtækjum að brjóta ekki samkeppnislögin en sjálfstæðar fjárheimildir sem Samkeppniseftirlitið hefur til þess að hafa eftirlit með sannarlega samkeppnishamlandi hegðun, þær fjárveitingar eru dregnar saman.“ Í fjárlagafrumvarpinu eru gerðar nokkrar breytingar á fjárveitingum til stofnunarinnar. Fallið er frá 20 milljóna framlagi sem veitt var í fjárlögum 2013 vegna aukins álags í kjölfar hrunsins og 20 milljóna framlagi vegna verkefna í tengslum við eignarhald banka á fyrirtækjum í óskildum rekstri. Hinsvegar er 19,5 milljónum bætt við til að auka leiðbeiningar til fyrirtækja. „Mikil eftirspurn er eftir því að Samkeppniseftirlitið leiðbeini fyrirtækjum og er talið nauðsynlegt að styrkja þennan þátt í starfi eftirlitsins, m.a. í því skyni að fækka brotum,“ segir í frumvarpinu.Ragnheiður Elín segir ekkert til í því að verið sé að draga tennurnar úr SamkeppniseftirlitinuVísir / GVA„Ég vil með mikilli gleði svara þessum athugasemdum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áður en hún hafnaði alveg ásökunum Árna Páls. „Það er í engu verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu, ekki með nokkrum hætti,“ sagði hún og bætti við að tímabundin fjárveiting hafi runnið út. „Við erum hinsvegar með þeim fjármunum, sem við erum að leggja sérstaklega í aukið leiðbeiningarstarf, að leggja til aðferð til að draga úr málafjölda Samkeppniseftirlitsins.“ Ragnheiður Elín ítrekaði að ekki væri verið að draga úr rannsóknarheimildum stofnunarinnar. „Samkeppniseftirlitið að sjálfsögðu heldur áfram þeim verkefnum sem það hefur verið að vinna.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Sjá meira
„Ég sé ekki með þessu annað en að verið sé að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun í umræðum um fjárlagafrumvarpið. „Það eigi að vera þægur seppi sem hjálpi fyrirtækjum að brjóta ekki samkeppnislögin en sjálfstæðar fjárheimildir sem Samkeppniseftirlitið hefur til þess að hafa eftirlit með sannarlega samkeppnishamlandi hegðun, þær fjárveitingar eru dregnar saman.“ Í fjárlagafrumvarpinu eru gerðar nokkrar breytingar á fjárveitingum til stofnunarinnar. Fallið er frá 20 milljóna framlagi sem veitt var í fjárlögum 2013 vegna aukins álags í kjölfar hrunsins og 20 milljóna framlagi vegna verkefna í tengslum við eignarhald banka á fyrirtækjum í óskildum rekstri. Hinsvegar er 19,5 milljónum bætt við til að auka leiðbeiningar til fyrirtækja. „Mikil eftirspurn er eftir því að Samkeppniseftirlitið leiðbeini fyrirtækjum og er talið nauðsynlegt að styrkja þennan þátt í starfi eftirlitsins, m.a. í því skyni að fækka brotum,“ segir í frumvarpinu.Ragnheiður Elín segir ekkert til í því að verið sé að draga tennurnar úr SamkeppniseftirlitinuVísir / GVA„Ég vil með mikilli gleði svara þessum athugasemdum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áður en hún hafnaði alveg ásökunum Árna Páls. „Það er í engu verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu, ekki með nokkrum hætti,“ sagði hún og bætti við að tímabundin fjárveiting hafi runnið út. „Við erum hinsvegar með þeim fjármunum, sem við erum að leggja sérstaklega í aukið leiðbeiningarstarf, að leggja til aðferð til að draga úr málafjölda Samkeppniseftirlitsins.“ Ragnheiður Elín ítrekaði að ekki væri verið að draga úr rannsóknarheimildum stofnunarinnar. „Samkeppniseftirlitið að sjálfsögðu heldur áfram þeim verkefnum sem það hefur verið að vinna.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Sjá meira